Stjarnan með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. mars 2019 16:30 Fyrsta sætið er innan seilingar fyrir Hlyn Bæringsson og Garðbæinga. Fréttablaðið/ernir Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þótt það sé ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina og hvaða tvö lið falla er spenna á nokkrum vígstöðvum í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum með 32 stig. Eftir sigur Garðbæinga á Njarðvík á dögunum er Stjarnan með betri árangur innbyrðis og dugar liðinu því sigur í kvöld gegn Haukum á Ásvöllum til þess að verða krýnt deildarmeistari í fyrsta sinn óháð úrslitunum úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður síðasti leikur Haukanna undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem lætur af störfum í lok tímabilsins en það er erfitt að sjá að Haukunum takist að stríða liði Stjörnunnar sem hefur unnið sautján af síðustu átján leikjum í öllum keppnum. Takist Garðbæingum að vinna í kvöld er deildarmeistaratitillinn þeirra og um leið heimavallarréttur í úrslitakeppninni. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Keflavík í hreinum úrslitaleik upp á þriðja sætið fyrir Keflavík en aðstæður Tindastóls eru heldur flóknari. Með sigri Stólanna í kvöld og ólíklegu tapi hjá bæði Stjörnunni og Njarðvík verða Sauðkrækingar deildarmeistarar. KR-ingar munu sömuleiðis fylgjast spenntir með úrslitunum úr leiknum á Sauðárkróki enda mæta þeir því liði sem tapar í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og með KR-sigri í kvöld geta þeir enn náð fjórða sætinu. Ef Stólarnir tapa fyrir Keflavík á sama tíma og KR vinnur Breiðablik stekkur KR upp fyrir Stólana í fjórða sætið og fær heimaleikjarétt í einvígi liðanna. Þá mætast Grindavík og ÍR í Grindavík þar sem sjöunda sætið verður í boði fyrir sigurvegarana sem er líklegast barátta upp á hvort liðið mætir Stjörnunni og hvort liðið mætir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir viku. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þótt það sé ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina og hvaða tvö lið falla er spenna á nokkrum vígstöðvum í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum með 32 stig. Eftir sigur Garðbæinga á Njarðvík á dögunum er Stjarnan með betri árangur innbyrðis og dugar liðinu því sigur í kvöld gegn Haukum á Ásvöllum til þess að verða krýnt deildarmeistari í fyrsta sinn óháð úrslitunum úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður síðasti leikur Haukanna undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem lætur af störfum í lok tímabilsins en það er erfitt að sjá að Haukunum takist að stríða liði Stjörnunnar sem hefur unnið sautján af síðustu átján leikjum í öllum keppnum. Takist Garðbæingum að vinna í kvöld er deildarmeistaratitillinn þeirra og um leið heimavallarréttur í úrslitakeppninni. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Keflavík í hreinum úrslitaleik upp á þriðja sætið fyrir Keflavík en aðstæður Tindastóls eru heldur flóknari. Með sigri Stólanna í kvöld og ólíklegu tapi hjá bæði Stjörnunni og Njarðvík verða Sauðkrækingar deildarmeistarar. KR-ingar munu sömuleiðis fylgjast spenntir með úrslitunum úr leiknum á Sauðárkróki enda mæta þeir því liði sem tapar í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og með KR-sigri í kvöld geta þeir enn náð fjórða sætinu. Ef Stólarnir tapa fyrir Keflavík á sama tíma og KR vinnur Breiðablik stekkur KR upp fyrir Stólana í fjórða sætið og fær heimaleikjarétt í einvígi liðanna. Þá mætast Grindavík og ÍR í Grindavík þar sem sjöunda sætið verður í boði fyrir sigurvegarana sem er líklegast barátta upp á hvort liðið mætir Stjörnunni og hvort liðið mætir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira