Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 14:43 TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair Group hefur ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Í tilkynningu segir að Icelandair fylgist náið með þróun mála og vinni áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Félagið gerir ekki ráð fyrir að kyrrsetningin hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um 3 vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum,“ segir í tilkynningu. Icelandair pantaði alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX en aðeins þrjár höfðu verið teknar í notkun. Bresk flugmálayfirvöld bönnuðu Boeing 737 MAX-vélarnar í sinni lofthelgi í dag og hefur norska flugfélagið Norwegian Air einnig kyrrsett sínar vélar. Ákvörðun um kyrrsetningu í Bretlandi, Noregi og nú á Íslandi kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira
Icelandair Group hefur ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Í tilkynningu segir að Icelandair fylgist náið með þróun mála og vinni áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Félagið gerir ekki ráð fyrir að kyrrsetningin hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um 3 vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum,“ segir í tilkynningu. Icelandair pantaði alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX en aðeins þrjár höfðu verið teknar í notkun. Bresk flugmálayfirvöld bönnuðu Boeing 737 MAX-vélarnar í sinni lofthelgi í dag og hefur norska flugfélagið Norwegian Air einnig kyrrsett sínar vélar. Ákvörðun um kyrrsetningu í Bretlandi, Noregi og nú á Íslandi kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira
Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15
Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43