Lífseigar mýtur um mat Sólveig Gísladóttir skrifar 13. mars 2019 11:00 Gréta Jakobsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur segir mýmargar mýtur um mat grassera í samfélaginu og oft erfitt að leiðrétta þær. Hún heldur fyrirlesturinn Matur og mýtur í Heilsuborg á miðvikudag. „Fyrirlesturinn er opinn öllum þeim sem vilja fræðast um mýturnar og fleira tengt brenglaðri líkamsímynd og heilsu,“ segir Gréta sem er doktor í næringarfræði frá háskólanum í Lundi og starfar sem næringarfræðingur í Heilsuborg. Gréta segir mýtur um mat æði margar en innt eftir því hverjar þeirra séu þrautseigastar svarar hún: „Ætli það sé ekki sú mýta að við getum haft áhrif á sýrustig blóðsins með fæðunni, að lausnin sé að skera hitaeiningarnar gífurlega niður, að afeitranir séu málið sem og djúskúrar og að brauð sé fitandi.“ En hvaða mýta er furðulegust? „Það er erfitt að segja, en ætli það sé ekki ofurfæðisflokkun á sumum mat og að safakúrar geri mikið meira fyrir okkur en að létta okkur til skamms tíma.“ Gréta telur að mýturnar fylgi okkur frá unga aldri. „Frá blautu barnsbeini fáum við þau skilaboð og jafnvel beinar athugasemdir um að líkami okkar sé ekki nægilega góður, flottur, skorinn eða bara of stór, og við þurfum að gera nánast allt sem í okkar valdi stendur til að breyta honum. Ekkert tillit er tekið til þess hvaða andlega og líkamlega álag það hefur í för með sér. Þessar athugasemdir geta setið í fólki í áratugi með tilheyrandi vanlíðan. Þar sem við erum nýjungagjörn erum við tilbúin að prófa alltaf nýjar leiðir og því miður eru aðilar þarna úti sem nýta sér það og reyna að selja okkur nýjar vonir, oft í glansmynd. Oft er einhvers konar sala á bak við mýturnar, bækur, prógramm, duft, pillur eða annað þess háttar.“Þurfum að hugsa til lengri tíma Hér til hliðar má finna lista yfir hluta af þeim mýtum sem hafa verið áberandi síðustu ár og Gréta segir þær nánast allar enn í gangi. „Þó sérstaklega djúskúrarnir og afeitranir. Að brennslutöflur séu hættulausar, koffíndrykkir nauðsynlegir og að kolvetni, brauð og ávextir séu óhollir og fitandi.“ Gréta tekur þó skýrt fram að með þessu séu hún ekki að segja að það sé fólki hollt að borða mikinn sykur, hvítt brauð og annað þess háttar. „Heldur meina ég að allur matur passar inn okkar mataræði. Oft er það þannig að ef við bönnum okkur ákveðna fæðutegund eða flokka langar okkur oftar en ekki bara meira í það og þegar maður gefur eftir getur komið yfir mann stjórnlaust ofát sem stendur yfir í lengri eða skemmri tíma. Við þurfum að huga að langtíma sambandi okkar við matinn,“ segir Gréta og bendir á að flesta vanti meiri trefjar í mataræði sitt sem finna megi í grænmeti, ávöxtum, grófu korni, höfrum og baunum.Erfitt að leiðrétta mýtur Gréta segir miserfitt að leiðrétta mýtur. „En það þýðir ekki að gefast upp, heldur þarf bara að tala hærra. Mínir skjólstæðingar fá stuðninginn sem þeir þurfa til að berjast á móti öllum ráðunum og staðhæfingunum sem eru þarna úti og hvað best sé að gera til að vera sáttur með sitt fæðuval til lengri tíma. Við þurfum að venja okkur á og velja þá fæðu sem við treystum okkur til að borða næstu áratugina en ekki bara vikurnar, eins og margir kúrar eru.“ Fyrirlesturinn Matur og mýtur verður haldinn í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, miðvikudaginn 13. mars kl. 18.30. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur segir mýmargar mýtur um mat grassera í samfélaginu og oft erfitt að leiðrétta þær. Hún heldur fyrirlesturinn Matur og mýtur í Heilsuborg á miðvikudag. „Fyrirlesturinn er opinn öllum þeim sem vilja fræðast um mýturnar og fleira tengt brenglaðri líkamsímynd og heilsu,“ segir Gréta sem er doktor í næringarfræði frá háskólanum í Lundi og starfar sem næringarfræðingur í Heilsuborg. Gréta segir mýtur um mat æði margar en innt eftir því hverjar þeirra séu þrautseigastar svarar hún: „Ætli það sé ekki sú mýta að við getum haft áhrif á sýrustig blóðsins með fæðunni, að lausnin sé að skera hitaeiningarnar gífurlega niður, að afeitranir séu málið sem og djúskúrar og að brauð sé fitandi.“ En hvaða mýta er furðulegust? „Það er erfitt að segja, en ætli það sé ekki ofurfæðisflokkun á sumum mat og að safakúrar geri mikið meira fyrir okkur en að létta okkur til skamms tíma.“ Gréta telur að mýturnar fylgi okkur frá unga aldri. „Frá blautu barnsbeini fáum við þau skilaboð og jafnvel beinar athugasemdir um að líkami okkar sé ekki nægilega góður, flottur, skorinn eða bara of stór, og við þurfum að gera nánast allt sem í okkar valdi stendur til að breyta honum. Ekkert tillit er tekið til þess hvaða andlega og líkamlega álag það hefur í för með sér. Þessar athugasemdir geta setið í fólki í áratugi með tilheyrandi vanlíðan. Þar sem við erum nýjungagjörn erum við tilbúin að prófa alltaf nýjar leiðir og því miður eru aðilar þarna úti sem nýta sér það og reyna að selja okkur nýjar vonir, oft í glansmynd. Oft er einhvers konar sala á bak við mýturnar, bækur, prógramm, duft, pillur eða annað þess háttar.“Þurfum að hugsa til lengri tíma Hér til hliðar má finna lista yfir hluta af þeim mýtum sem hafa verið áberandi síðustu ár og Gréta segir þær nánast allar enn í gangi. „Þó sérstaklega djúskúrarnir og afeitranir. Að brennslutöflur séu hættulausar, koffíndrykkir nauðsynlegir og að kolvetni, brauð og ávextir séu óhollir og fitandi.“ Gréta tekur þó skýrt fram að með þessu séu hún ekki að segja að það sé fólki hollt að borða mikinn sykur, hvítt brauð og annað þess háttar. „Heldur meina ég að allur matur passar inn okkar mataræði. Oft er það þannig að ef við bönnum okkur ákveðna fæðutegund eða flokka langar okkur oftar en ekki bara meira í það og þegar maður gefur eftir getur komið yfir mann stjórnlaust ofát sem stendur yfir í lengri eða skemmri tíma. Við þurfum að huga að langtíma sambandi okkar við matinn,“ segir Gréta og bendir á að flesta vanti meiri trefjar í mataræði sitt sem finna megi í grænmeti, ávöxtum, grófu korni, höfrum og baunum.Erfitt að leiðrétta mýtur Gréta segir miserfitt að leiðrétta mýtur. „En það þýðir ekki að gefast upp, heldur þarf bara að tala hærra. Mínir skjólstæðingar fá stuðninginn sem þeir þurfa til að berjast á móti öllum ráðunum og staðhæfingunum sem eru þarna úti og hvað best sé að gera til að vera sáttur með sitt fæðuval til lengri tíma. Við þurfum að venja okkur á og velja þá fæðu sem við treystum okkur til að borða næstu áratugina en ekki bara vikurnar, eins og margir kúrar eru.“ Fyrirlesturinn Matur og mýtur verður haldinn í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, miðvikudaginn 13. mars kl. 18.30.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira