Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 20:30 Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40