Best að láta bara vaða Starri Freyr Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:30 Sigurvegarar Músíktilrauna síðasta árs, Ateria, hafa nýtt undanfarið ár vel til tónleikahalds og við að semja ný lög. F.v. eru Fönn Fannarsdóttir, Ása Ólafsdóttir og Eir Ólafsdóttir. ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON Undankvöld Músíktilrauna 2019 hefjast á morgun laugardag í Hörpu í Reykjavík. Næstu fjögur kvöld munu 35 listamenn stíga á svið og keppa um þátttöku í úrslitakvöldinu sem haldið verður laugardaginn 6. apríl. Undanfarið ár hefur verið annasamt og skemmtilegt hjá sigurvegurum síðasta árs, Ateria frá Reykjavík, en sveitina skipa systurnar Ása og Eir Ólafsdætur, og frænka þeirra Fönn Fannarsdóttir. „Síðan við unnum Músíktilraunir höfum við spilað á ýmsum tónlistar hátíðum, svo sem Iceland Airwaves, Secret Solstice, Aldrei fór ég suður og Innipúkanum,“ segir Ása gítar- og bassaleikari. „Við tókum einnig upp nokkur lög í stúdíói síðasta sumar en eigum eftir að vinna meira í þeim.“Kom á óvart Sigurinn á síðasta ári kom þeim verulega á óvart, segir Eir, sem er söngkona sveitarinnar, auk þess sem hún leikur á selló, bassa og hljómborð. „Við vorum virkilega hissa og vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera þegar búið var að tilkynna sigurinn. Auðvitað vorum við mjög glaðar enda brostum við eins og hálfvitar uppi á sviðinu.“ Fönn, trommuleikari Ateria, segir þær hafa tekið þátt í Músíktilraunum upp á reynsluna en þær gerðu alls ekki ráð fyrir því að ná langt. „Við munum vel eftir stressinu baksviðs en gerðum samt okkar besta til að hafa það notalegt. Við tókum t.d. með okkur hraðsuðuketil, bolla og te á úrslitakvöldið, enda kom það sér vel þar sem við þurftum oft að bíða lengi.“Fjölbreyttur bakgrunnur Þær segja helst hægt að líkja tónlist sveitarinnar við tilraunakennda rokktónlist. „Við höfum allar stundað klassískt hljóðfæranám sem hefur gagnast okkur mikið. Svo höfum við hlustað á alls konar tónlist, t.d. rokk, kvikmyndatónlist, íslenska þjóðlagatónlist og indítónlist. Þessi tónlist hefur svo blandast saman við klassíkina og orðið að graut sem hefur fengið útrás í Ateria. Yfirleitt er það Ása sem þróar hugmyndir okkar að beinagrind af lagi og við setjum svo allar þrjár kjöt á beinin svo úr verði lag. Við stefnum á að eyða næstu mánuðum í að klára upptökur og kannski gefa út eitt lag. Einnig verður sumarið nýtt í að æfa okkur enn frekar og þróa tónlistina áfram.“ Ein drekkur ekki kaffi Þær stunda allar nám en utan skólans og hljómsveitarinnar sinna þær ýmsum áhugamálum. „Mér finnst gaman að mála, lesa, elda, taka myndir, fara í göngutúra og drekka kaffi. Svo finnst mér almennt gaman að stússast í hinu og þessu, en líka bara að gera ekki neitt,“ segir Ása. Eir segist líka hafa gaman af lestri. „Auk þess skrifa ég, prjóna, fer í göngutúra og drekk te. Ég hef líka mikinn áhuga á ýmsum hlutum eins og norrænni goðafræði og tungumálum. Einnig hef ég stundað skylmingar og finnst það ferlega skemmtilegt.“ Fönn segist dugleg að heimsækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu þar sem hún hitti m.a. vini sína. „Ég æfi líka dans nokkrum sinnum í viku og hef gaman af því að lesa og hlusta á tónlist. Ólíkt systrunum er ég hvorki byrjuð að drekka te né kaffi.“Hitað upp fyrir tónleikana á Secret Solstice síðasta sumar. MYND/ÓLAFUR PÁLL JÓNSSONEkki ofhugsa hlutina Aðspurðar um hvatningarorð til ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlist og langar t.d. að taka þátt í Músíktilraunum, segjast þær eiga nokkur. „Við viljum helst hvetja ungt fólk til að láta bara vaða, ofhugsa ekki hlutina og hafa það í huga að það mun fyrst og fremst vera skemmtilegt að hafa tekið þátt í Músíktilraunum. Þetta fer nefnilega allt saman í reynslubankann.“ Að sjálfsögðu ætla þær að fylgjast með keppninni í ár. „Við munum fylgjast með keppninni næstu daga og erum auðvitað mjög spenntar að sjá hvernig hún fer fram og hvaða sveit stendur uppi sem sigurvegari í ár.“ Á Soundcloud síðu Músíktilrauna má hlusta á sýnishorn af lögum keppenda næstu daga og fylgja má stúlkunum úr Ateria eftir á Facebook og Instagram. Birtist í Fréttablaðinu Músíktilraunir Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Undankvöld Músíktilrauna 2019 hefjast á morgun laugardag í Hörpu í Reykjavík. Næstu fjögur kvöld munu 35 listamenn stíga á svið og keppa um þátttöku í úrslitakvöldinu sem haldið verður laugardaginn 6. apríl. Undanfarið ár hefur verið annasamt og skemmtilegt hjá sigurvegurum síðasta árs, Ateria frá Reykjavík, en sveitina skipa systurnar Ása og Eir Ólafsdætur, og frænka þeirra Fönn Fannarsdóttir. „Síðan við unnum Músíktilraunir höfum við spilað á ýmsum tónlistar hátíðum, svo sem Iceland Airwaves, Secret Solstice, Aldrei fór ég suður og Innipúkanum,“ segir Ása gítar- og bassaleikari. „Við tókum einnig upp nokkur lög í stúdíói síðasta sumar en eigum eftir að vinna meira í þeim.“Kom á óvart Sigurinn á síðasta ári kom þeim verulega á óvart, segir Eir, sem er söngkona sveitarinnar, auk þess sem hún leikur á selló, bassa og hljómborð. „Við vorum virkilega hissa og vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera þegar búið var að tilkynna sigurinn. Auðvitað vorum við mjög glaðar enda brostum við eins og hálfvitar uppi á sviðinu.“ Fönn, trommuleikari Ateria, segir þær hafa tekið þátt í Músíktilraunum upp á reynsluna en þær gerðu alls ekki ráð fyrir því að ná langt. „Við munum vel eftir stressinu baksviðs en gerðum samt okkar besta til að hafa það notalegt. Við tókum t.d. með okkur hraðsuðuketil, bolla og te á úrslitakvöldið, enda kom það sér vel þar sem við þurftum oft að bíða lengi.“Fjölbreyttur bakgrunnur Þær segja helst hægt að líkja tónlist sveitarinnar við tilraunakennda rokktónlist. „Við höfum allar stundað klassískt hljóðfæranám sem hefur gagnast okkur mikið. Svo höfum við hlustað á alls konar tónlist, t.d. rokk, kvikmyndatónlist, íslenska þjóðlagatónlist og indítónlist. Þessi tónlist hefur svo blandast saman við klassíkina og orðið að graut sem hefur fengið útrás í Ateria. Yfirleitt er það Ása sem þróar hugmyndir okkar að beinagrind af lagi og við setjum svo allar þrjár kjöt á beinin svo úr verði lag. Við stefnum á að eyða næstu mánuðum í að klára upptökur og kannski gefa út eitt lag. Einnig verður sumarið nýtt í að æfa okkur enn frekar og þróa tónlistina áfram.“ Ein drekkur ekki kaffi Þær stunda allar nám en utan skólans og hljómsveitarinnar sinna þær ýmsum áhugamálum. „Mér finnst gaman að mála, lesa, elda, taka myndir, fara í göngutúra og drekka kaffi. Svo finnst mér almennt gaman að stússast í hinu og þessu, en líka bara að gera ekki neitt,“ segir Ása. Eir segist líka hafa gaman af lestri. „Auk þess skrifa ég, prjóna, fer í göngutúra og drekk te. Ég hef líka mikinn áhuga á ýmsum hlutum eins og norrænni goðafræði og tungumálum. Einnig hef ég stundað skylmingar og finnst það ferlega skemmtilegt.“ Fönn segist dugleg að heimsækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu þar sem hún hitti m.a. vini sína. „Ég æfi líka dans nokkrum sinnum í viku og hef gaman af því að lesa og hlusta á tónlist. Ólíkt systrunum er ég hvorki byrjuð að drekka te né kaffi.“Hitað upp fyrir tónleikana á Secret Solstice síðasta sumar. MYND/ÓLAFUR PÁLL JÓNSSONEkki ofhugsa hlutina Aðspurðar um hvatningarorð til ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlist og langar t.d. að taka þátt í Músíktilraunum, segjast þær eiga nokkur. „Við viljum helst hvetja ungt fólk til að láta bara vaða, ofhugsa ekki hlutina og hafa það í huga að það mun fyrst og fremst vera skemmtilegt að hafa tekið þátt í Músíktilraunum. Þetta fer nefnilega allt saman í reynslubankann.“ Að sjálfsögðu ætla þær að fylgjast með keppninni í ár. „Við munum fylgjast með keppninni næstu daga og erum auðvitað mjög spenntar að sjá hvernig hún fer fram og hvaða sveit stendur uppi sem sigurvegari í ár.“ Á Soundcloud síðu Músíktilrauna má hlusta á sýnishorn af lögum keppenda næstu daga og fylgja má stúlkunum úr Ateria eftir á Facebook og Instagram.
Birtist í Fréttablaðinu Músíktilraunir Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira