Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 09:00 Gunnar Nelson er með flesta afgreiðslur í gólfinu í sögu veltivigtar UFC. vísir/getty Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier. MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier.
MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32