Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku Heimsljós kynnir 20. mars 2019 13:30 Ljósmynd frá Mósambík. WFP/Photolibrary Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mósambíska hafnarborgin Beira varð verst úti þegar fellibylurinn Idai lagði borgina nánast í rúst. Óttast er að tala látinna eigi eftir hækka mikið næstu daga. Fellibylurinn olli líka manntjóni í Simbabve, Malaví og víðar í sunnanverðri álfunni. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Mósambík. Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. Í dag, fimm dögum eftir versta óveðrið, er fólk enn fast uppi á þökum húsa eða upp í trjám, og víða er erfitt að koma hjálpargögnum til fólks vegna flóða. Samgöngur hafa líka farið úr skorðum því vegir og brýr hafa skemmst. Fellibylurinn Idai er einn versti hitabeltisstormur sem sögur fara af í Afríku. Þegar hefur verið upplýst að rúmlega fjögur hundrað manns hafi látist af völdum veðurofsans og flóðanna sem fylgdu í kjölfarið. Hundruð íbúa á hamfarasvæðunum er saknað, flestra í Beira og nágrenni en íbúar borgarinnar eru um hálf milljón. Samkvæmt nýjustu tölum eru flestir látnir í Mósambík, 268, í Simbabve 98, í Malaví 56, 7 í Suður-Afríku og 3 á Madagaskar. Talið er ein og hálf milljón íbúa í þessum heimshluta hafi orðið illa úti í hamförunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að helmingur þeirra séu börn sem þurfi á tafarlausri aðstoð að halda. Að mati Rauða krossins hafa um 400 þúsund manns misst heimili sín. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) var stofnaður 2006 til að gera SÞ meðal annars kleift að bregðast hratt við neyðarástandi. Fast framlag Íslendinga til sjóðsins er 50 milljónir króna árlega.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mósambíska hafnarborgin Beira varð verst úti þegar fellibylurinn Idai lagði borgina nánast í rúst. Óttast er að tala látinna eigi eftir hækka mikið næstu daga. Fellibylurinn olli líka manntjóni í Simbabve, Malaví og víðar í sunnanverðri álfunni. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Mósambík. Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. Í dag, fimm dögum eftir versta óveðrið, er fólk enn fast uppi á þökum húsa eða upp í trjám, og víða er erfitt að koma hjálpargögnum til fólks vegna flóða. Samgöngur hafa líka farið úr skorðum því vegir og brýr hafa skemmst. Fellibylurinn Idai er einn versti hitabeltisstormur sem sögur fara af í Afríku. Þegar hefur verið upplýst að rúmlega fjögur hundrað manns hafi látist af völdum veðurofsans og flóðanna sem fylgdu í kjölfarið. Hundruð íbúa á hamfarasvæðunum er saknað, flestra í Beira og nágrenni en íbúar borgarinnar eru um hálf milljón. Samkvæmt nýjustu tölum eru flestir látnir í Mósambík, 268, í Simbabve 98, í Malaví 56, 7 í Suður-Afríku og 3 á Madagaskar. Talið er ein og hálf milljón íbúa í þessum heimshluta hafi orðið illa úti í hamförunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að helmingur þeirra séu börn sem þurfi á tafarlausri aðstoð að halda. Að mati Rauða krossins hafa um 400 þúsund manns misst heimili sín. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) var stofnaður 2006 til að gera SÞ meðal annars kleift að bregðast hratt við neyðarástandi. Fast framlag Íslendinga til sjóðsins er 50 milljónir króna árlega.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent