Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. mars 2019 22:03 Halldór og félagar hafa ekki unnið leik síðan þeir urðu bikarmeistarar. vísir/andri marinó „Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum Olís-deild karla Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
„Við töpuðum þessu bara sjálfir“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Val í kvöld. „Mér fannst alltof margt vera ekki í lagi, fengum á okkur 8 mörk á fyrstu 10 mínútunum. Við spilum frábæra vörn síðan í 30 mínútur en gefum svo hrikalega eftir og létum þá skora á okkur aftur og aftur og aftur. Síðan fórum við að taka alveg hreint ótrúlegar ákvarðanir sóknarlega í seinni hálfleik“ sagði Halldór Jóhann og bætir því að við að það hafi verið svo margt sem þeir eiga að gera miklu betur. „Mér fannst Valsararnir ekki frábærir í dag, langt því frá. Þess vegna var lag að vinna þá og við vorum með ágætis tök á leiknum. Við vorum 19-16 yfir og þá fórum við að leyfa okkur hluti sem við eigum ekki að leyfa okkur.“ FH hafði fín tök á leiknum í síðari hálfleik en náðu aldrei að ýta Val langt frá sér. Halldór er ósáttur við það hvernig hans menn spiluðu úr þeirri stöðu „Ég veit ekki hvort að menn hafi fengið einhverja tilfiningur að þetta væri orðið eitthvað þægilegt og við fórum aftur að gera þessi hluti sem við eigum ekki að gera. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum leiknum.“ FH hefur núna tapað stigum í síðustu 4 leikjum deildarinnar og segir Halldór það nokkuð ljóst að þeir þurfi að fara að vinna í sínum leik. Það sé ekki nóg að mæta í úrslitakeppnina og halda að allt smelli saman þar. „Það er alveg klárt að við þurfum að fara að safna einhverjum stigum, annars lendum við í því að tapa 4. sætinu. Við áttum séns á að ná 3. sætinu og þess vegna er þetta ennþá ergilegra að við komum svona daufir inní leikinn, það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Halldór. „Við höfum sýnt það að það býr helling í mínu liði, við höfum spilað um einn bikar til þessa og unnið hann svo við getum spilað helvíti góðan handbolta. En við þurfum auðvitað að ná þeirri spilamennsku upp, það gerist ekkert að sjálfum sér þótt það sé úrslitakeppni. Það er ekkert kveikt á einhverjum takka þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Halldór Jóhann segir það áhyggjuefni að liðið nái ekki að gíra sig upp í þessa úrslitaleiki, en þeir féllu á stóru prófunum bæði gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um daginn og núna gegn Val. „Aðal málið í þessu og það sem ég er svo ósáttur við er að útí Eyjum um daginn þá var útslitaleikur þar sem við gátum ýtt Eyjamönnum lengra frá okkur og núna erum við með úrslitaleik um 3. sætið að fara fram úr Val, ég er auðvitað ósáttur við það að ná ekki að vinna þessa leiki“ sagði Halldór Jóhann að lokum
Olís-deild karla Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira