Fall WOW air hefur áhrif á fiskútflutning Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:00 Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. Auk farþega hefur WOW air flutt íslenskar vörur með frakt til útlanda. Þótt umsvif flugfélagsins í þessu sambandi hafi verið minni en hjá Icelandair koma íslensk útflutningsfyrirtæki til með að finna fyrir því að færri möguleikar verða fyrir slíka flutninga. „Aftur á móti erum við að fara núna í gegnum páskatímann. Þetta kemur núna í raun og veru á mjög slæmum tíma fyrir útflutning á fisk í ljósi þess að páskarnir eru mjög stórir í útflutningi á fisk og með minnkun á plássi gerir það auðvitað ekki gott,“ segir Daníel Thomsen, sölustjóri hjá Danica Seafood. Þannig verði færri ferðir til áfangastaða á borð við Boston og New York sem séu mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk. „Vandamál sem við klárlega sjáum líka núna og verður líklega næstu tvær vikurnar er að það verður töluvert minna um pláss hjá Icelandair sökum þess að þeir þurfa auðvitað að aðstoða farþega sem eru fastir annars staðar út af þessu með WOW air og það hefur gríðarleg áhrif á okkur líka,“ segir Daníel. Hann kveðst telja að áhrifin muni þó aðeins vara til skemmri tíma. Það sé aftur á móti jákvætt fyrir útflutningsgreinar ef krónan heldur áfram að veikjast. „Íslenskur fiskur er að sjálfsögðu vinsæl afurð og ef þetta fer ekki vestur þá ætla ég að vona að það verði bara fundið heimili fyrir þetta einhvers staðar annars staðar. En auðvitað er það ekki gott fyrir sérstaklega Ameríkumarkaðinn.“ Sjávarútvegur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Í samkeppni við Noona með Sinna Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Indó ríður á vaðið Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Sjá meira
Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma. Auk farþega hefur WOW air flutt íslenskar vörur með frakt til útlanda. Þótt umsvif flugfélagsins í þessu sambandi hafi verið minni en hjá Icelandair koma íslensk útflutningsfyrirtæki til með að finna fyrir því að færri möguleikar verða fyrir slíka flutninga. „Aftur á móti erum við að fara núna í gegnum páskatímann. Þetta kemur núna í raun og veru á mjög slæmum tíma fyrir útflutning á fisk í ljósi þess að páskarnir eru mjög stórir í útflutningi á fisk og með minnkun á plássi gerir það auðvitað ekki gott,“ segir Daníel Thomsen, sölustjóri hjá Danica Seafood. Þannig verði færri ferðir til áfangastaða á borð við Boston og New York sem séu mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk. „Vandamál sem við klárlega sjáum líka núna og verður líklega næstu tvær vikurnar er að það verður töluvert minna um pláss hjá Icelandair sökum þess að þeir þurfa auðvitað að aðstoða farþega sem eru fastir annars staðar út af þessu með WOW air og það hefur gríðarleg áhrif á okkur líka,“ segir Daníel. Hann kveðst telja að áhrifin muni þó aðeins vara til skemmri tíma. Það sé aftur á móti jákvætt fyrir útflutningsgreinar ef krónan heldur áfram að veikjast. „Íslenskur fiskur er að sjálfsögðu vinsæl afurð og ef þetta fer ekki vestur þá ætla ég að vona að það verði bara fundið heimili fyrir þetta einhvers staðar annars staðar. En auðvitað er það ekki gott fyrir sérstaklega Ameríkumarkaðinn.“
Sjávarútvegur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Í samkeppni við Noona með Sinna Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Indó ríður á vaðið Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17