Handbolti

Valur deildarmeistari annað árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa skoraði átta mörk gegn HK.
Lovísa skoraði átta mörk gegn HK. vísir/bára
Valur varð í dag deildarmeistari í handbolta kvenna eftir stórsigur á HK, 34-18, á heimavelli. Þetta er annað árið í röð sem Valskonur verða deildarmeistarar.

Valur fær bikarinn eftir leik við Fram í lokaumferðinni á þriðjudaginn.

Lovísa Thomsen skoraði átta mörk fyrir Val og Íris Ásta Pétursdóttir fimm. Íris Björk Símonardóttir varði 15 skot (56%) og Chantal Pagel fimm (46%). Valskonur hafa unnið fimm leiki í röð.

Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst hjá HK með fjögur mörk. HK-ingar eru í 7. sæti og fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

ÍBV fór upp í 3. sætið með sigri á KA/Þór, 27-22. Ester Óskarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Eyjakonur og Karólína Bæhrenz Lárudóttir fimm. Martha Hermannsdóttir skoraði sex mörk fyrir Akureyringa sem er í 5. sæti deildarinnar og enda þar.

Fram vann fimm marka sigur á Haukum, 34-29. Hafnfirðingar eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar en Safamýrarstúlkur eru enn í 2. sætinu.

Þá vann Selfoss Stjörnuna, 27-32. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan 6. nóvember. Þeir eru fallnir niður í Grill 66 deildina.

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði níu mörk úr níu skotum hjá Selfossi og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var með átta mörk. Katla María Magnúsdóttir skoraði sjö.

Þórhildur Gunnarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem er í 6. sæti deildarinnar og endar þar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×