HK og Fylkir eru komin yfir í einvígum sínum í umspilinu um laust sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.
HK, sem lék í Olís-deildinni í vetur, vann þriggja marka sigur á FH, 27-24, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir gerðu allar fimm mörk fyrir HK en Fanney Þóra Þórsdóttir skoraði sjö fyrir FH.
Fylkir vann tveggja marka sigur á ÍR, 24-22, en bæði lið léku í Grill 66-deildinni í vetur. ÍR endaði í öðru sætinu en Fylkir í því fimmta svo úrslitin komu einhverjum á óvart.
Vinna þarf tvo leiki til að koma sér í úrslitaeinvígið en næsti leikur liðanna fer fram á föstudagskvöldið.
HK og Fylkir sigri frá úrslitaeinvíginu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn



Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


