Í nýjasta þættinum, sem er í umsjón Ryan Bergara og Shane Madej og ber titilinn „Reykjavíkur játningarnar“ eða „The Reykjavík Confessions“ fjalla þeir Bergara og Madej um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Þeir félagar rekja málið og segja frá aðgerðum lögreglunnar við rannsókn málsins.
Á meðan Ryan Bergara fer hörðum orðum um vinnubrögð lögreglunnar við rannsókn málsins, dásamar Shane Madej Ísland við hvert tækifæri, enda segist hann hafa sótt landið heim undanfarinn vetur.
Sjá má umfjöllum Buzzfeed: Unsolved um Guðmundar- og Geirfinnsmálið hér að neðan.