Lífið

Skýjakljúfurinn í Dúbaí sem verður hæsta mannvirki heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dubai Creek Tower verður 1300 metra há.
Dubai Creek Tower verður 1300 metra há.
YouTube-síðan The B1M er vinsælasta fasteigna YouTube-rás heims en horft er á myndbönd þar yfir sjö milljón sinnum á mánuði.

Í einu af nýjasta myndbandi rásarinnar er fjallað um skýjakljúfur sem verið er að reisa í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Byggingin verður tilbúin árið 2021 og verður hún 1,3 kílómetra há.

Byggingin mun bera nafnið Dubai Creek Tower og verður hæsta mannvirki heims. 

Hönnun byggingarinnar er sérstaklega falleg og mun í nánustu framtíð verða ákveðið einkennismerki Dúbaí.

Í dag er hæsta bygging heims einnig í Dúbaí og er það Burj Khalifa sem er 828 metra há. Því verður Creek Tower mun hærri.

Hér að neðan má sjá umfjöllun The B1M um bygginguna en 1300 metrar er jafnhátt og 17 Hallgrímskirkjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.