Sigurður Gunnar hefur gert „hið ómögulega“ tvisvar sinnum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í einum leiknum á móti Njarðvík. Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum