Jafnódýrt að hringja til Hornafjarðar og til Aþenu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 18:00 Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki. Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Á næsta ári verður jafnódýrt að hringja innanlands og til Evrópu vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um útlandasímtöl. Þá verður netverslunum á innri markaði ESB skylt að senda vörur sínar alls staðar á EES-svæðinu og þar með til Íslands. Hvort tveggja eru dæmi um hagsbætur sem Íslendingar njóta vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Fræðimenn í lögfræði hafa stundum sagt að EES-samningurinn hafi haft í för með sér víðtækustu réttarbætur í Íslandssögunni frá því að konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru innleidd í íslenskan rétt á 13. öld. EES-samningurinn er 25 ára á þessu ári og hefur það gefið tilefni til að rifja upp þær margþættu hagsbætur sem aðild að samningnum hefur fært neytendum á Íslandi. Eitt þekktasta dæmið er tilskipun Evrópusambandsins um reikikostnað í farsímaþjónustu en núna er mínútuverð símafyrirtækisins sem veitir þjónustuna það sama alls staðar á EES-svæðinu. Svímandi há reikigjöld á ferðalögum heyra því sögunni til. Tilskipun sem senn öðlast lagagildi mun svo færa niður kostnað vegna útlandasímtala.Enn meiri hagsbætur fyrir neytendur „Í næsta mánuði verður sett þak á gjöld til útlanda. Hámarkið verður nítján evrusent sem er um það bil 26 krónur íslenskar. En í dag er gjaldið í kringum 80 krónur á mínútu, mismunandi eftir félögum. Þar er um að ræða enn meiri hagsbætur fyrir neytendur. Á næsta ári taka svo í gildi ný lög í Evrópu sem fela í sér að það verður ekkert gjald fyrir útlandasímtöl innan svæðisins. Þannig verður jafndýrt fyrir Íslending að hringja frá Blönduósi til Hornafjarðar og frá Blönduósi og til Aþenu,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Breki var með erindi um neytendamál og EES-samninginn á málstofu í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Það eru fleiri breytingar á regluverki Evrópusambandsins á döfinni sem koma neytendum til hagsbóta. Þar má nefna aukið samræmi í netverslun á innri markaðnum og þar með EES-svæðinu. „Á næsta ári verður sett í lög í Evrópu bann við landfræðilegum takmörkunum (geo-blocking). Það felur í sér að netverslun sem selur vörur í einu ríki EES verður að selja á öllu EES-svæðinu. Þannig heyrir það fyrirkomulag sögunni til að vefverslanir komi sér hjá því að senda til Íslands ef þær selja til annarra ríkja Evrópu,“ segir Breki. Það sama gildir um efnisveitur. Þetta þýðir að ýmsar efnisveitur í Evrópu þurfa að selja og dreifa þjónustu sinni alls staðar á innri markaði Evrópu. Þetta mun leiða til þess að íslenskir neytendur munu ekki aðeins geta valið um efnisveitur Vodafone, Símans, Netflix og Hulu heldur munu þeir geta keypt þjónustu af evrópskum efnisveitum sem hingað til hafa aðeins miðlað efni í sínu heimaríki.
Evrópusambandið Fjarskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira