Í þættinum kom fram að Noah er einhleypur. Ellen varpaði upp á skjá myndum af tveimur konum og þurfti Noah að velja sér maka milli tveggja kosta. Konan sem hann valdi, hélt síðan sæti sínu á skjánum og þá kom inn ný. Svo gekk þetta koll af kolli.
Hér að neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig en Noah endaði að lokum með Nicki Minaj.