Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem er tveimur sætum neðar en liðið endaði á síðustu leiktíð og vafalítið langt frá markmiðum bikarmeistaranna. Stjarnan var lengi vel í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og tókst loks að verða bikarmeistari í fyrsta sinn en liðið skoraði næst mest allra liða í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Afskaplega litlar breytingar eru á leikmannahóp Stjörnunnar fyrir komandi tímabil en liðið hefur aðeins styrkt stoðirnar í varnarleiknum. Liðið er að eldast en er aftur á móti reynslumikið og býr að ungum og spennandi leikmönnum sem gætu fengið fleiri mínútur í sumar. Gengið á undirbúningstímabilinu var upp og ofan en 6-0 skellur á móti ÍA hringdi ákveðnum viðvörunarbjöllum. Þjálfari Stjörnunnar er sem fyrr Rúnar Páll Sigmundsson sem er nú búið að gera liðið bæði að Íslands- og bikarmeistara. Rúnar er að fara inn í sitt sjötta tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en liðið hefur endað á meðal þriggja efstu undanfarin þrjú ár og aldrei neðar en í fjórða sæti síðan að hann tók við.Baksýnisspegillinn Þó það tengist Pepsi Max-deildinni ekki beint var stóra stundin hjá Stjörnunni þegar að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á móti Breiðabliki. Stjörnumenn voru búnir að fara tvisvar sinnum áður í úrslitaleikinn en tapa í bæði skiptin þannig það var kærkomið fyrir Garðbæinga að fagna loks í Laugardalnum. Liðið og leikmenngrafík/gvendurByrjunarlið Stjörnunnar getur keppt við hvern sem er en sumir þarna eru að komast á aldur þrátt fyrir að þeir hafi spilað mjög vel í fyrra. Stöðugleiki ætti að vera orðið yfir Stjörnunar en spurningin er hvort ekki hefði mátt bæta meiru við liðið til að hrista aðeins upp í hlutunum. Þegar horft er á fyrstu ellefu er markvörðurinn góður, vörnin sterk, miðjan á pari við þá bestu og mörk í sóknarlínunni.HryggjarstykkiðHaraldur Björnsson (f. 1989): Markvörðurinn þrítugi var fljótur að aðlagast lífinu hér heima eftir komuna úr atvinnumennskunni og hefur verið einn sá besti í deildinni undanfarin tvö tímabil. Stjarnan fékk á sig næst flest mörkin af fimm bestu liðunum á síðustu leiktíð en sjaldnast var við Harald að sakast sem varði oft á tíðum meistaralega. Haraldur er mikill karkater sem þarf að eiga annað eins tímabil ætli Stjarnan sér að ná markmiðum sínum.Baldur Sigurðsson (f. 1985): Mývetningurinn magnaði slær hvergi slöku við en hann spilaði 20 leiki af 22 í deildinni í fyrra og leiddi Stjörnuna til bikarmeistaratitils í fyrsta sinn. Baldur er óumdeildanlega einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn. Þrátt fyrir að vera röngu megin við þrítugt fór Baldur í flest skallaeinvígi allra í deildinni í fyrra eða 300 og vann helming þeirra.Guðjón Baldvinsson (f. 1986): Eftir að eiga sitt besta tímabil þegar horft er til fjölda marka árið 2017 (12 mörk í 19 leikjum) skoraði Guðjón „aðeins“ fimm á síðustu leiktíð. Hann bætti það reyndar upp með sjö stoðsendingum og kom því með beinum hætti að tólf mörkum. Þessi óþreytandi og sívinnandi framherji er lykillinn að leikstíl Stjörnunnar en mörkin mættu vera fleiri í sumar ætli Stjarnan sér að vera í toppbaráttunni. Markaðurinngrafík/gvendurStjarnan hefur vanalega verið á meðal bestu liða á vetrarmarkaðnum en lítið hefur verið að frétta í Garðabænum að þessu sinni. Liðið bætti við sig tveimur öflugum miðvörðum en lánaði Björn Berg strax til HK. Martin Rauschenberg var frábær fyrir Stjörnuna þegar að liðið varð Íslandsmeistari árið 2014 þannig að honum fylgja ákveðnar væntingar en Elís Rafn Björnsson og Ásgeir Þór Magnússon verða lítið annað en varamenn þegar út í mótið verður komið. Stjörnumenn hafa vissulega misst mjög lítið og fengu Dana á láni frá AGF sem er spurningamerki fyrir sumarið en í heildina hefur ekki mikið verið að frétta á leikmannamarkaðnum hjá Stjörnunni.Markaðseinkunn: C+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Stjarnan er með lítið breyttan hóp. Hún kemur til leiks með svipað lið og í fyrra en hópurinn hefur aðeins verið stækkaður,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Stjarnan er með lið sem getur verið í toppbaráttu og ég held að hún verði þar en til þess að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn hefði ég viljað sjá Stjörnuna fara af meiri krafti á leikmannamarkaðinn og sækja sér betri menn.“ „Við sáum hvað gerðist í fyrra þegar að Þórarinn Ingi mætti frá FH. Það hristi upp í hlutunum og kom með þá innspýtingu sem að ég held að vanti núna,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurStjörnumenn náðu sínum besta árangri fyrir fimm árum síðan þegar þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn eftir ótrúlegan leik á móti FH í lokaumferðinni 2014. Sjarnan varð síðan bikarmeistari í fyrsta sinn síðasta sumar.Daníel Laxdal er leikjahæsti Stjörnumaðurinn í efstu deild en hann lék sinn tvö hundraðasta leik síðasta sumar og er kominn með 207 leiki. Daníel er með 51 leik í forskot á næsta mann sem er bróðir hans Jóhann Laxdal.Halldór Orri Björnsson er langmarkahæsti Stjörnumaðurinn í efstu deild en hann skoraði 56 mörk í 146 leikjum til ársins 2016 og er nú með 23 marka forskot á Hilmar Árna Halldórsson sem hefur þó verið að nálgast hann á síðustu árum. Halldór Orri Björnsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Stjörnuna í efstu deild eða 27 á sjö tímabilum. Hann hefur sex stoðsendinga forskot á Veigar Pál Gunnarsson og þá eru Guðjón Baldvinsson (20) og Hilmar Árni Halldórsson (19) farnir að nálgast Halldór Orra eftir síðasta tímabil. Stjörnumenn eiga ekki eitt ákveðið vinsælt sæti í nútímafótbolta (1977-2018) en þeir hafa aldrei endað oftar en tvisvar í sama sæti í efstu deild. Stjörnumenn eru ekkert búnir að hrista upp í hlutunum framar á vellinum hjá sér og væru að sjálfsögðu til í að nýta krafta mestu goðsagnarinnar úr Garðabænum, Veigars Páls Gunnarssonar. Veigar Páll mætti heim með stæl og leiddi uppeldisfélagið til Íslandsmeistaratitils en það þarf nú ekki að leita lengi að honum þar sem að Veigar er í þjálfarateyminu og reynir þannig að hafa sín áhrif á liðið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem er tveimur sætum neðar en liðið endaði á síðustu leiktíð og vafalítið langt frá markmiðum bikarmeistaranna. Stjarnan var lengi vel í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og tókst loks að verða bikarmeistari í fyrsta sinn en liðið skoraði næst mest allra liða í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Afskaplega litlar breytingar eru á leikmannahóp Stjörnunnar fyrir komandi tímabil en liðið hefur aðeins styrkt stoðirnar í varnarleiknum. Liðið er að eldast en er aftur á móti reynslumikið og býr að ungum og spennandi leikmönnum sem gætu fengið fleiri mínútur í sumar. Gengið á undirbúningstímabilinu var upp og ofan en 6-0 skellur á móti ÍA hringdi ákveðnum viðvörunarbjöllum. Þjálfari Stjörnunnar er sem fyrr Rúnar Páll Sigmundsson sem er nú búið að gera liðið bæði að Íslands- og bikarmeistara. Rúnar er að fara inn í sitt sjötta tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en liðið hefur endað á meðal þriggja efstu undanfarin þrjú ár og aldrei neðar en í fjórða sæti síðan að hann tók við.Baksýnisspegillinn Þó það tengist Pepsi Max-deildinni ekki beint var stóra stundin hjá Stjörnunni þegar að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á móti Breiðabliki. Stjörnumenn voru búnir að fara tvisvar sinnum áður í úrslitaleikinn en tapa í bæði skiptin þannig það var kærkomið fyrir Garðbæinga að fagna loks í Laugardalnum. Liðið og leikmenngrafík/gvendurByrjunarlið Stjörnunnar getur keppt við hvern sem er en sumir þarna eru að komast á aldur þrátt fyrir að þeir hafi spilað mjög vel í fyrra. Stöðugleiki ætti að vera orðið yfir Stjörnunar en spurningin er hvort ekki hefði mátt bæta meiru við liðið til að hrista aðeins upp í hlutunum. Þegar horft er á fyrstu ellefu er markvörðurinn góður, vörnin sterk, miðjan á pari við þá bestu og mörk í sóknarlínunni.HryggjarstykkiðHaraldur Björnsson (f. 1989): Markvörðurinn þrítugi var fljótur að aðlagast lífinu hér heima eftir komuna úr atvinnumennskunni og hefur verið einn sá besti í deildinni undanfarin tvö tímabil. Stjarnan fékk á sig næst flest mörkin af fimm bestu liðunum á síðustu leiktíð en sjaldnast var við Harald að sakast sem varði oft á tíðum meistaralega. Haraldur er mikill karkater sem þarf að eiga annað eins tímabil ætli Stjarnan sér að ná markmiðum sínum.Baldur Sigurðsson (f. 1985): Mývetningurinn magnaði slær hvergi slöku við en hann spilaði 20 leiki af 22 í deildinni í fyrra og leiddi Stjörnuna til bikarmeistaratitils í fyrsta sinn. Baldur er óumdeildanlega einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn. Þrátt fyrir að vera röngu megin við þrítugt fór Baldur í flest skallaeinvígi allra í deildinni í fyrra eða 300 og vann helming þeirra.Guðjón Baldvinsson (f. 1986): Eftir að eiga sitt besta tímabil þegar horft er til fjölda marka árið 2017 (12 mörk í 19 leikjum) skoraði Guðjón „aðeins“ fimm á síðustu leiktíð. Hann bætti það reyndar upp með sjö stoðsendingum og kom því með beinum hætti að tólf mörkum. Þessi óþreytandi og sívinnandi framherji er lykillinn að leikstíl Stjörnunnar en mörkin mættu vera fleiri í sumar ætli Stjarnan sér að vera í toppbaráttunni. Markaðurinngrafík/gvendurStjarnan hefur vanalega verið á meðal bestu liða á vetrarmarkaðnum en lítið hefur verið að frétta í Garðabænum að þessu sinni. Liðið bætti við sig tveimur öflugum miðvörðum en lánaði Björn Berg strax til HK. Martin Rauschenberg var frábær fyrir Stjörnuna þegar að liðið varð Íslandsmeistari árið 2014 þannig að honum fylgja ákveðnar væntingar en Elís Rafn Björnsson og Ásgeir Þór Magnússon verða lítið annað en varamenn þegar út í mótið verður komið. Stjörnumenn hafa vissulega misst mjög lítið og fengu Dana á láni frá AGF sem er spurningamerki fyrir sumarið en í heildina hefur ekki mikið verið að frétta á leikmannamarkaðnum hjá Stjörnunni.Markaðseinkunn: C+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Stjarnan er með lítið breyttan hóp. Hún kemur til leiks með svipað lið og í fyrra en hópurinn hefur aðeins verið stækkaður,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Stjarnan er með lið sem getur verið í toppbaráttu og ég held að hún verði þar en til þess að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn hefði ég viljað sjá Stjörnuna fara af meiri krafti á leikmannamarkaðinn og sækja sér betri menn.“ „Við sáum hvað gerðist í fyrra þegar að Þórarinn Ingi mætti frá FH. Það hristi upp í hlutunum og kom með þá innspýtingu sem að ég held að vanti núna,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurStjörnumenn náðu sínum besta árangri fyrir fimm árum síðan þegar þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn eftir ótrúlegan leik á móti FH í lokaumferðinni 2014. Sjarnan varð síðan bikarmeistari í fyrsta sinn síðasta sumar.Daníel Laxdal er leikjahæsti Stjörnumaðurinn í efstu deild en hann lék sinn tvö hundraðasta leik síðasta sumar og er kominn með 207 leiki. Daníel er með 51 leik í forskot á næsta mann sem er bróðir hans Jóhann Laxdal.Halldór Orri Björnsson er langmarkahæsti Stjörnumaðurinn í efstu deild en hann skoraði 56 mörk í 146 leikjum til ársins 2016 og er nú með 23 marka forskot á Hilmar Árna Halldórsson sem hefur þó verið að nálgast hann á síðustu árum. Halldór Orri Björnsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Stjörnuna í efstu deild eða 27 á sjö tímabilum. Hann hefur sex stoðsendinga forskot á Veigar Pál Gunnarsson og þá eru Guðjón Baldvinsson (20) og Hilmar Árni Halldórsson (19) farnir að nálgast Halldór Orra eftir síðasta tímabil. Stjörnumenn eiga ekki eitt ákveðið vinsælt sæti í nútímafótbolta (1977-2018) en þeir hafa aldrei endað oftar en tvisvar í sama sæti í efstu deild. Stjörnumenn eru ekkert búnir að hrista upp í hlutunum framar á vellinum hjá sér og væru að sjálfsögðu til í að nýta krafta mestu goðsagnarinnar úr Garðabænum, Veigars Páls Gunnarssonar. Veigar Páll mætti heim með stæl og leiddi uppeldisfélagið til Íslandsmeistaratitils en það þarf nú ekki að leita lengi að honum þar sem að Veigar er í þjálfarateyminu og reynir þannig að hafa sín áhrif á liðið.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00