Elvar reyndist hetja liðsins Hjörvar Ólafsson skrifar 15. apríl 2019 09:00 Elvar á HM í janúar. vísir/epa Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu. EM 2020 í handbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland sótti Norður-Makedóníu heim í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 í handbolta karla í Skopje í gær. Eftir ofboðslega svekkjandi tap í leik liðanna í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið var íslenska liðið staðráðið í að ná í hagstæð úrslit. Líklega voru fáir jafn áfjáðir í að eiga góðan leik og Ómar Ingi Magnússon sem gerði afdrifarík mistök undir lok leiksins hér heima. Það var ekki að sjá að mistökin hefðu haft áhrif á Ómar Inga nema síður sé en hann var burðarás í sóknarleik íslenska liðsins. Hann skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum eftir laglegt gegnumbrot og eftir það lék hann við hvurn sinn fingur í sóknarleiknum og stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Eftir jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna var Norður-Makedónía yfir þegar um það bil hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísland hélt í sína síðustu sókn í leiknum og eftir að boltinn hafði gengið á milli leikmann í útilínunni tók Elvar Örn Jónsson af skarið og þrumaði boltanum í netið. Mark Elvars Arnar tryggði Íslandi mikilvægt stig í riðlinum en eftir þessi úrslit eru Ísland og Norður-Makedónía jöfn að stigum með fimm stig á toppi riðilsins. Ólafur Gústafsson sem leikur stórt hlutverk í varnarleik íslenska liðsins meiddist á þumalfingri um miðjan fyrri hálfleik og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Daníel Þór Ingason leysti hann af hólmi í miðjublokk liðsins og gerði það af stakri prýði. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, skipti um markvarðasveit liðsins á milli leikja en Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson tóku sæti Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafn Eðvarðssonar sem varið hafa mark íslenska liðsins í áraraðir. Viktor Gísli var einnig mjög góður í markinu, en hann varði 12 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot, þar af eitt vítakast. Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur umferðum undankeppninnar en tvö efstu sætin tryggja öruggt sæti í lokakeppninni og þriðja sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili um laust sæti í mótinu.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira