Besti bardagi ársins leit dagsins ljós á UFC 236 Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. apríl 2019 06:20 Israel Adesanya nær góðum olnboga. Vísir/Getty UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15