Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. apríl 2019 21:15 UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira