Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Heimsljós kynnir 29. apríl 2019 13:45 UNICEF Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en alþjóðleg bólusetningarvika er haldin árlega, síðustu daga aprílmánaðar. „Frækornum mislinga sem herja á heiminn þessa stundina var sáð fyrir mörgum árum,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Mislingaveiran leitar alltaf uppi og finnur óbólusett börn. Ef við viljum í alvöru hindra útbreiðslu þessa hættulega en fyrirbyggjandi sjúkdóms verður að bólusetja hvert einasta barn, jafnt í ríkum sem fátækum löndum.” Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tilkynnt um 110 þúsund mislingatilfelli í heiminum, sem er 300% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Árið 2017 urðu mislingar 110 þúsund manns að bana, börnum í miklum meirihluta. Það var 22% aukning frá fyrra ári. Tvo skammta af bóluefni gegn mislingum þarf til að vernda börn gegn sjúkdómnum. Í frétt UNICEF segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að börn fái ekki báða skammtana, meðal annars hræðsla og efasemdir um virkni og öryggi bóluefna. Þannig sýna tölur frá árinu 2017 að á heimsvísu fengu 85% barna fyrsta skammtinn en aðeins 67% báða skammtana. Tölur frá hátekjuþjóðum sýna að 94% barna hafa fengið fyrri bólusetninguna en 91% báðar. Langflest óbólusett börn ríkra þjóða eru í Bandaríkjunum, 2,5 milljónir. Í meðaltekju- og lágtekjuríkjum er staðan alvarleg. UNICEF segir að fjórar milljónir barna, yngri en eins árs, í Nígeríu, hafi ekki fengið fyrsta skammt. Tæplega þrjár milljónir barna á sama aldri eru óbólusett á Indlandi, og rúmlega ein milljón í Pakistan, Indónesíu og Eþíópíu. UNICEF segir rúmlega 17 milljónir kornabarna vera í áhættu að fá mislinga. Margar þjóðir hafi ekki innleitt skuldbindingar um síðari bólusetninguna, meðal annars níu þeirra þjóða þar sem flest börn eru óbóusett, auk tuttugu þjóða í Afríku sunnan Sahara. Íslensk stjórnvöld ákváðu fyrr á árinu að styrkja alþjóðlegu bólusetningarsamtökin Gavi um 120 milljónir króna til þess að auka bólusetningar barna í Malaví sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.Frétt UNICEFFrétt UNRIC Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent
Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en alþjóðleg bólusetningarvika er haldin árlega, síðustu daga aprílmánaðar. „Frækornum mislinga sem herja á heiminn þessa stundina var sáð fyrir mörgum árum,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Mislingaveiran leitar alltaf uppi og finnur óbólusett börn. Ef við viljum í alvöru hindra útbreiðslu þessa hættulega en fyrirbyggjandi sjúkdóms verður að bólusetja hvert einasta barn, jafnt í ríkum sem fátækum löndum.” Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tilkynnt um 110 þúsund mislingatilfelli í heiminum, sem er 300% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Árið 2017 urðu mislingar 110 þúsund manns að bana, börnum í miklum meirihluta. Það var 22% aukning frá fyrra ári. Tvo skammta af bóluefni gegn mislingum þarf til að vernda börn gegn sjúkdómnum. Í frétt UNICEF segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að börn fái ekki báða skammtana, meðal annars hræðsla og efasemdir um virkni og öryggi bóluefna. Þannig sýna tölur frá árinu 2017 að á heimsvísu fengu 85% barna fyrsta skammtinn en aðeins 67% báða skammtana. Tölur frá hátekjuþjóðum sýna að 94% barna hafa fengið fyrri bólusetninguna en 91% báðar. Langflest óbólusett börn ríkra þjóða eru í Bandaríkjunum, 2,5 milljónir. Í meðaltekju- og lágtekjuríkjum er staðan alvarleg. UNICEF segir að fjórar milljónir barna, yngri en eins árs, í Nígeríu, hafi ekki fengið fyrsta skammt. Tæplega þrjár milljónir barna á sama aldri eru óbólusett á Indlandi, og rúmlega ein milljón í Pakistan, Indónesíu og Eþíópíu. UNICEF segir rúmlega 17 milljónir kornabarna vera í áhættu að fá mislinga. Margar þjóðir hafi ekki innleitt skuldbindingar um síðari bólusetninguna, meðal annars níu þeirra þjóða þar sem flest börn eru óbóusett, auk tuttugu þjóða í Afríku sunnan Sahara. Íslensk stjórnvöld ákváðu fyrr á árinu að styrkja alþjóðlegu bólusetningarsamtökin Gavi um 120 milljónir króna til þess að auka bólusetningar barna í Malaví sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.Frétt UNICEFFrétt UNRIC Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent