Valur vann allt sem í boði var Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:15 Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir hlaupa sigurhring með bikarinn. Vísir/Daníel Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira