Ástþór bjartsýnn á stofnun flugfélags Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:42 Ástþór Magnússon. Vísir Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28