Ástþór bjartsýnn á stofnun flugfélags Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:42 Ástþór Magnússon. Vísir Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28