Lífið

Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hatari í heild sinni í viðtalinu í Madríd í gær.
Hatari í heild sinni í viðtalinu í Madríd í gær. Skjáskot/Youtube
Hljómsveitin Hatari, fulltrúar Íslands í Eurovision í ár, hefur þegar ritað íslensku þjóðinni afsökunarbréf, komi til þess að sveitin vinni keppnina úti í Tel Aviv í maí. Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær.

Spyrillinn spurði hljómsveitarmeðlimi hvort Íslendingar væru hræddir um að Hatari ynni keppnina og kæmi í kjölfarið með hana til Íslands. Matthías greip boltann á lofti og sagði sveitina afar spennta fyrir slíkri niðurstöðu.

„Við höfum þegar skrifað íslensku þjóðinni opinbera afsökunarbeiðni okkar, skyldum við vinna. Af því að ég held að það [sigurinn] myndi reynast íslenska efnahagnum erfitt en þetta er auðvitað hluti af áætlun okkar, að byrja á efnahagnum heima og nota Eurovision sem stökkpall til að brjóta hann niður,“ sagði Matthías.

„En það væri auðvitað mjög gaman að vinna og koma með hana heim,“ bætti hann við.

Hatari flutti framlag Íslands í Eurovision, Hatrið mun sigra, í svokölluðu Eurovision-„fyrirpartíi“ sem haldið var í Madríd á Spáni í gær. Atriði sveitarinnar frá því í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.