Lánafyrirgreiðslur Isavia til WOW „standist ekki nokkra skoðun“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. apríl 2019 12:15 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars. Vísir/vilhelm Lögmaður eiganda flugvélar WOW air sem kyrrsett er í Keflavík segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði. Hann telur að Isavia hafi með þessu bakað sér bótaábyrgð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna. Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Gerðarbeiðandi er eigandi vélarinnar, bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporatio (ALC). Morgunblaðið greindi fyrst frá aðfarabeiðninni. Fréttastofa hefur aðfarabeiðnina undir höndum en þar kemur fram að Isavia skorti lagaheimild til að halda flugvélinni. Heimild sem Isavia byggir á er í 136. gr loftferðalaga en þar segir að heimilt sé að aftra för loftfars af flugvelli uns gjöld hafa verið greidd. „Við teljum að sú lagaheimild geti ekki átt við þegar eigandi loftfarsins er ekki sá sem stofnaði til skuldarinnar," segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.Oddur Ástráðsson lögmaður ALC.fréttablaðið/gvaÍ skriflegu svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins segir að Isavia telji fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvél ALC vegna skuldar WOW air. „Byggt var á þeirri heimild, sem grundvölluð er í loftferðalögum, þegar vélin var kyrrsett. Dómafordæmi frá 2014 í máli Holiday Czech Airlines liggur fyrir. Að öðru leiti telur Isavia að hagsmunum félagsins sé best borgið með að reka málið fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum.“Vandséð hvernig Isavia hafi haft umboð til að veita fyrirgreiðslur WOW air skuldaði Isavia um níu mánuði í lendingargjöld en vanskil hófust þann 30. júní í fyrra. Í aðfarabeiðninni segir að Isavia hafi ekki haft heimildir samkvæmt eigin reglum til þess að veita WOW air lánafyrirgreiðslu með þessum hætti. „Og vandséð hvernig þeir hafi haft umboð til að veita fyrirgreiðslur í allan þennan tíma. Og okkur virðist sem það hafi verið gert í trausti þess að hægt væri hægt að leita fullnustu í eigum óviðkomandi þriðja aðila ef allt færi á versta veg, sem við teljum auðvitað að standist ekki nokkra skoðun," segir Oddur. Hann vísar í opinbera skilmála Isavia um það hvernig eigi að standa að greiðslu gjalda. Meginreglan sé sú að það eigi að staðgreiða gjöldin með undantekningarheimild um reikniviðskipti. „En ekkert í reglum Isavia sjálfs leyfir að þau láti þessi gjöld safnast upp til lengri tíma gegn því að það sé trygging í eigu leigusalans.“ Náðu að klóra í bakkann en eftir standa tveir milljarðar Oddur segir að frá sumri 2018 og þar til WOW air varð gjaldþrota hafi fallið til lendingargjöld sem námu um þremur milljörðum. Við gjaldþrotið í mars hafi skuldin verið tæpir tveir milljarðar. „Þeir hafa náð að klóra eitthvað í bakkann og borgað þriðjung þess sem stóð eftir en restin stóð eftir með vitund og samþykki og vilja Isavia.“ Þá segir í aðfararbeiðninni að framganga Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. „Þá auðvitað vekur þetta mjög aðkallandi spurningar um það hvort það sé yfir höfuð skynsamlegt að leigja flugvélar til Íslands þegar flugmálayfirvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum" Það sé mest aðkallandi núna að félagið fái vélina sína aftur. Búið er að boða fyrirtöku í málinu næstkomandi þriðjudag. „Það liggur fyrir að ef þetta ástand varir þá kemur það til með að baka tjón sem við teljum að Isavia beri fulla ábyrgð á.“ Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28 WOW-skúlptúrinn fallinn Listaverkið Obtusa sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið er eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios og er í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins Wow air. 16. apríl 2019 19:01 Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. 20. apríl 2019 08:48 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Lögmaður eiganda flugvélar WOW air sem kyrrsett er í Keflavík segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði. Hann telur að Isavia hafi með þessu bakað sér bótaábyrgð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna. Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Gerðarbeiðandi er eigandi vélarinnar, bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporatio (ALC). Morgunblaðið greindi fyrst frá aðfarabeiðninni. Fréttastofa hefur aðfarabeiðnina undir höndum en þar kemur fram að Isavia skorti lagaheimild til að halda flugvélinni. Heimild sem Isavia byggir á er í 136. gr loftferðalaga en þar segir að heimilt sé að aftra för loftfars af flugvelli uns gjöld hafa verið greidd. „Við teljum að sú lagaheimild geti ekki átt við þegar eigandi loftfarsins er ekki sá sem stofnaði til skuldarinnar," segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.Oddur Ástráðsson lögmaður ALC.fréttablaðið/gvaÍ skriflegu svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins segir að Isavia telji fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvél ALC vegna skuldar WOW air. „Byggt var á þeirri heimild, sem grundvölluð er í loftferðalögum, þegar vélin var kyrrsett. Dómafordæmi frá 2014 í máli Holiday Czech Airlines liggur fyrir. Að öðru leiti telur Isavia að hagsmunum félagsins sé best borgið með að reka málið fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum.“Vandséð hvernig Isavia hafi haft umboð til að veita fyrirgreiðslur WOW air skuldaði Isavia um níu mánuði í lendingargjöld en vanskil hófust þann 30. júní í fyrra. Í aðfarabeiðninni segir að Isavia hafi ekki haft heimildir samkvæmt eigin reglum til þess að veita WOW air lánafyrirgreiðslu með þessum hætti. „Og vandséð hvernig þeir hafi haft umboð til að veita fyrirgreiðslur í allan þennan tíma. Og okkur virðist sem það hafi verið gert í trausti þess að hægt væri hægt að leita fullnustu í eigum óviðkomandi þriðja aðila ef allt færi á versta veg, sem við teljum auðvitað að standist ekki nokkra skoðun," segir Oddur. Hann vísar í opinbera skilmála Isavia um það hvernig eigi að standa að greiðslu gjalda. Meginreglan sé sú að það eigi að staðgreiða gjöldin með undantekningarheimild um reikniviðskipti. „En ekkert í reglum Isavia sjálfs leyfir að þau láti þessi gjöld safnast upp til lengri tíma gegn því að það sé trygging í eigu leigusalans.“ Náðu að klóra í bakkann en eftir standa tveir milljarðar Oddur segir að frá sumri 2018 og þar til WOW air varð gjaldþrota hafi fallið til lendingargjöld sem námu um þremur milljörðum. Við gjaldþrotið í mars hafi skuldin verið tæpir tveir milljarðar. „Þeir hafa náð að klóra eitthvað í bakkann og borgað þriðjung þess sem stóð eftir en restin stóð eftir með vitund og samþykki og vilja Isavia.“ Þá segir í aðfararbeiðninni að framganga Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. „Þá auðvitað vekur þetta mjög aðkallandi spurningar um það hvort það sé yfir höfuð skynsamlegt að leigja flugvélar til Íslands þegar flugmálayfirvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum" Það sé mest aðkallandi núna að félagið fái vélina sína aftur. Búið er að boða fyrirtöku í málinu næstkomandi þriðjudag. „Það liggur fyrir að ef þetta ástand varir þá kemur það til með að baka tjón sem við teljum að Isavia beri fulla ábyrgð á.“
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28 WOW-skúlptúrinn fallinn Listaverkið Obtusa sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið er eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios og er í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins Wow air. 16. apríl 2019 19:01 Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. 20. apríl 2019 08:48 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28
WOW-skúlptúrinn fallinn Listaverkið Obtusa sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið er eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios og er í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins Wow air. 16. apríl 2019 19:01
Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. 20. apríl 2019 08:48