HK heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna eftir sigur á Fylki í umspilinu um laust sæti í deild þeirra bestu.
HK endaði í 7. sæti í Olísdeildinni í vetur og fór því í umspilið. Kópavogskonur þurftu fjóra leiki til þess að vinna Fylki en leikurinn í kvöld fór 26-23 fyrir HK.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdottir skoruðu fimm mörk fyrir HK hvor en Hrafnhildur Irma Jónsdóttir fór á kostum í liði Fylkis og skoraði átta mörk.
HK vann því einvígið 3-1 og verður í Olísdeildinni næsta haust.
HK áfram í deild þeirra bestu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

