Kappsmál í þróunarsamvinnu að nýta sértæka þekkingu Íslendinga Heimsljós kynnir 30. apríl 2019 16:00 Frá Malavíheimsókn ráðherra fyrr á árinu. gunnisal „Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar er þróunarsamvinna vaxandi liður í störfum utanríkisþjónustunnar. Í ár tekur Ísland við umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðabankanum, með formennsku í samstarfinu til tveggja ára. Á vettvangi Alþjóðabankans hefur tekist að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu á sviði jarðhitanýtingar, sem kemur þar að miklu gagni og til stendur að auka enn frekar aðkomu Íslands að verkefnum tengdum sjávarútvegi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í dag þegar hann kynnti skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál fyrir Alþingi.Ráðherra sagði að honum væri það sérstakt kappsmál að nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem Íslendingar byggju yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Hann sagði þessar áherslur endurspeglast vel í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem lögð hefur verið fyrir þingið. Þróunarsamvinnustefnan, sem verður væntanlega til umræðu á vorþinginu, byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra sagði að heimsmarkmiðin náist aðeins með mikilli samvinnu, ekki síst við almenning og atvinnulíf. „Heimsmarkmiðin eru samverkandi og hvíla ekki síst á þeirri grundvallarhugmynd að árangur náist ekki án þess að unnið verði heildstætt að þeim. Þannig dregur til dæmis aukin nýting sjálfbærra orkuauðlinda úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, menntun fyrir alla og aukin nýsköpun gerir okkur kleift að takast á við áskoranir nútímans, og samvinna allra, þar með talið einkageirans, er nauðsynleg til að auka velsæld á heimsvísu,“ sagði hann.Ráðherra nefndi í ræðunni að fyrir nokkrum vikum hafi hann fengið tækifæri til að heimsækja Malaví þar sem Ísland hefur tekið þátt í þróunarsamvinnu í þrjá áratugi. Hann sagði það hafa verið einstaka upplifun að sjá þann árangur sem náðst hefði í samstarfi þjóðanna. „Með því að tryggja þúsundum aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu hafa Íslendingar bjargað fjölda mannslífa. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur þegar fram í sækir, með uppbyggingu atvinnulífs og betri nýtingu náttúruauðlinda í þessu fallega en fátæka landi. Þar getur íslensk sérþekking skipt sköpum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
„Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar er þróunarsamvinna vaxandi liður í störfum utanríkisþjónustunnar. Í ár tekur Ísland við umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðabankanum, með formennsku í samstarfinu til tveggja ára. Á vettvangi Alþjóðabankans hefur tekist að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu á sviði jarðhitanýtingar, sem kemur þar að miklu gagni og til stendur að auka enn frekar aðkomu Íslands að verkefnum tengdum sjávarútvegi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í dag þegar hann kynnti skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál fyrir Alþingi.Ráðherra sagði að honum væri það sérstakt kappsmál að nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem Íslendingar byggju yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Hann sagði þessar áherslur endurspeglast vel í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem lögð hefur verið fyrir þingið. Þróunarsamvinnustefnan, sem verður væntanlega til umræðu á vorþinginu, byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra sagði að heimsmarkmiðin náist aðeins með mikilli samvinnu, ekki síst við almenning og atvinnulíf. „Heimsmarkmiðin eru samverkandi og hvíla ekki síst á þeirri grundvallarhugmynd að árangur náist ekki án þess að unnið verði heildstætt að þeim. Þannig dregur til dæmis aukin nýting sjálfbærra orkuauðlinda úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, menntun fyrir alla og aukin nýsköpun gerir okkur kleift að takast á við áskoranir nútímans, og samvinna allra, þar með talið einkageirans, er nauðsynleg til að auka velsæld á heimsvísu,“ sagði hann.Ráðherra nefndi í ræðunni að fyrir nokkrum vikum hafi hann fengið tækifæri til að heimsækja Malaví þar sem Ísland hefur tekið þátt í þróunarsamvinnu í þrjá áratugi. Hann sagði það hafa verið einstaka upplifun að sjá þann árangur sem náðst hefði í samstarfi þjóðanna. „Með því að tryggja þúsundum aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu hafa Íslendingar bjargað fjölda mannslífa. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur þegar fram í sækir, með uppbyggingu atvinnulífs og betri nýtingu náttúruauðlinda í þessu fallega en fátæka landi. Þar getur íslensk sérþekking skipt sköpum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent