„Finninn fljúgandi“ er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2019 08:26 Matti Nykänen á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Getty Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn.
Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira