Bíó og sjónvarp

Ekki jafn mikil ánægja með síðustu þáttaröðina af Game of Thrones

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt að verða vitlaust í norðrinu.
Allt að verða vitlaust í norðrinu. Mynd/HBO
Ef eitthvað er að marka einkunnagjöf kvikmynda- og sjónvarpsþáttaáhugamanna á vefnum IMDB er ekki jafn mikil ánægja með fyrstu þættina í áttundu og síðustu þáttaröð ofurvinsælu Game of Thrones og fyrri þætti þáttanna vinsælu.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi súluriti fá fyrstu fjórir þættir áttunda þáttaraðarinnnar lægri einkunn en meirihluti þáttanna í fyrstu sjö þáttaröðunum, enginn þáttur í nýju þáttaröðinni fær hærri einkunn en 8,7. Segja má að nýjasti þátturinn falli ekki vel í kramið á meðal þeirra sem gefa þáttunum einkunn. Fær hann einkunnina 6,7, sem er lægsta einkunn sem Game of Thrones þáttur hefur fengið á IMDB til þessa.

Gagnrýnendur ytra voru margir hverjir ekkert sérstaklega ánægðir með síðasta þátt en þrátt fyrir að þættirnir í nýju þáttaröðinni fái lægri einkunn á IMDB en fyrri þættir virðist áhugi áhorfenda á þáttunum fara vaxandi.

Alls horfðu 17,8 milljónir áhorfenda á þarsíðasa þáttinn á bandarísku sjónvarpstöðinnni HBO, aldrei hafa fleiri horft á Game of Thrones þátt á sjónvarpstöðinni. Standa vonir til þess að síðustu tvær þættirnir sem eftir eru muni jafnvel laða að yfir 20 miljón áhorfendur á HBO.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.