Lífið

FÁ­SES fylgist með æfingu Hatara í beinni út­sendingu úr blaða­manna­höllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak og Laufey gera upp æfinguna úti í Tel Aviv.
Ísak og Laufey gera upp æfinguna úti í Tel Aviv.
Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag.

Sveitin fer á sviðið um 13:25 að íslenskum tíma en slls keppa 41 þjóð í Eurovision en sex þeirra, stóru þjóðirnar svokölluðu, eiga sæti víst úrslitakvöldið 18. maí.

Aðrar þjóðir hafa lokið einni æfingu á sviðinu og fyrstu fimmtán þjóðirnar á svið á þriðjudagskvöldið æfa í Expo Tel Aviv í dag.

Útsendarar FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, eru nú þegar mættir í blaðamannahöllina í Tel Aviv og ætla þau Ísak Dimitris Pálmason og Laufey Helga Guðmundsdóttir að fylgjast með æfingunni í beinni útsendingu á Facebook-síðu FÁSES og lýsa hvernig hún gengur fyrir sig.

Hægt verður að horfa á útsendingu FÁSES hér í fréttinni þegar hún hefst. Samkvæmt upplýsingum þeirra er breytinga að vænta og mun Hatari prófa nýjan leikmun í stað svipanna tveggja sem Einar trommari var með á síðustu æfingu.

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu Eurovison-fréttasíðunnar Wiwibloggs en útsendarar hennar byrjuðu í morgun að lýsa æfingu allra atriða úr fyrri undanriðlinum í dag. Í síðasta hluta æfinganna er röðin komin að Georgíu, Ástralíu, Íslandi, Eistlandi og svo er Portúgal síðast á svið.

Uppfært kl. 16: Hér að neðan má sjá stutt myndband af æfingunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.