Kaffispjall um lífið og tilveruna og von um perutertu kveikti í Sigurbergi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2019 11:30 ÍBV jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt á móti Haukum, 2-2, með þriggja marka sigri í fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær, 30-27, og verður því oddaleikur um sæti í lokaúrslitunum á laugardaginn. Eftir að vera gríðarlega ólíkur sjálfum sér og skora aðeins eitt mark í þremur skotum og gefa ekki stoðsendingu í leik þrjú á Ásvöllum sem ÍBV tapaði var allt annað að sjá Sigurberg Sveinsson, stórskyttu Eyjamanna, í leiknum í gær. Haukamaðurinn uppaldi var gömlu félögunum erfiður en hann skoraði sex mörk í átta skotum og gaf eina stoðsendingu en hann tók leikinn yfir þegar mest á reyndi í seinni hálfleik. Sigurbergur var sammála því að hafa ekki verið góður í leik þrjú þegar að Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir muninn á frammistöðu hans á milli leikja en hvernig komst Sigurbergur aftur í gang? „Málið er að ég fékk mér kaffi með Erlingi [Richardssyni, þjálfara ÍBV] í gær þar sem að við fórum yfir lífið og tilveruna. Oft er það bara nóg. Aðeins að núllstilla sig og koma inn í leikinn með ferskan huga. Ég veit alveg hvað ég get og ég kýldi bara á þetta,“ sagði Sigurbergur. Búið er að lofa Sigurbergi sigurlaunum ef Eyjamenn standa uppi sem sigurvegarar í oddaleiknum á Ásvöllum á laugardaginn. „Ég fæ perutertu ef við vinnum á laugardaginn,“ sagði Sigurbergur en Jóhann Gunnar vildi vita hvort það væri hefðbundin með niðursoðnum perum. „Já, þetta er gamli skólinn,“ sagði Sigurbergur Sveinsson. Allt spjallið við Sigurberg má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 30-27 | Eyjamenn tryggðu oddaleik Oddaleikur á laugardaginn. 8. maí 2019 21:30 Kristinn: Mikið búið að ganga á Þjálfari ÍBV var stoltur af strákunum sínum í leikslok. 8. maí 2019 20:44 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
ÍBV jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt á móti Haukum, 2-2, með þriggja marka sigri í fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær, 30-27, og verður því oddaleikur um sæti í lokaúrslitunum á laugardaginn. Eftir að vera gríðarlega ólíkur sjálfum sér og skora aðeins eitt mark í þremur skotum og gefa ekki stoðsendingu í leik þrjú á Ásvöllum sem ÍBV tapaði var allt annað að sjá Sigurberg Sveinsson, stórskyttu Eyjamanna, í leiknum í gær. Haukamaðurinn uppaldi var gömlu félögunum erfiður en hann skoraði sex mörk í átta skotum og gaf eina stoðsendingu en hann tók leikinn yfir þegar mest á reyndi í seinni hálfleik. Sigurbergur var sammála því að hafa ekki verið góður í leik þrjú þegar að Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir muninn á frammistöðu hans á milli leikja en hvernig komst Sigurbergur aftur í gang? „Málið er að ég fékk mér kaffi með Erlingi [Richardssyni, þjálfara ÍBV] í gær þar sem að við fórum yfir lífið og tilveruna. Oft er það bara nóg. Aðeins að núllstilla sig og koma inn í leikinn með ferskan huga. Ég veit alveg hvað ég get og ég kýldi bara á þetta,“ sagði Sigurbergur. Búið er að lofa Sigurbergi sigurlaunum ef Eyjamenn standa uppi sem sigurvegarar í oddaleiknum á Ásvöllum á laugardaginn. „Ég fæ perutertu ef við vinnum á laugardaginn,“ sagði Sigurbergur en Jóhann Gunnar vildi vita hvort það væri hefðbundin með niðursoðnum perum. „Já, þetta er gamli skólinn,“ sagði Sigurbergur Sveinsson. Allt spjallið við Sigurberg má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 30-27 | Eyjamenn tryggðu oddaleik Oddaleikur á laugardaginn. 8. maí 2019 21:30 Kristinn: Mikið búið að ganga á Þjálfari ÍBV var stoltur af strákunum sínum í leikslok. 8. maí 2019 20:44 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 30-27 | Eyjamenn tryggðu oddaleik Oddaleikur á laugardaginn. 8. maí 2019 21:30
Kristinn: Mikið búið að ganga á Þjálfari ÍBV var stoltur af strákunum sínum í leikslok. 8. maí 2019 20:44