Það mikilvægasta að áhættan bitni ekki á skattgreiðendum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 21:47 Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, segir að næsta fjármálakrísa muni koma úr allt annarri átt en sú síðasta. Vísir/getty Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á að gera efnahagskerfið þrautseigara og betur í stakk búið til að takast á við áföll. Hann gerir ráð fyrir að næsta efnahagskrísa muni koma úr allt annarri átt en sú síðasta.King var gestur Boga Ágústssonar í Kastljósþætti kvöldsins. Hann ræddi ástandið í Bretlandi og fjallaði vítt og breitt um efnahagsástandið. Aðspurður hvort hann teldi stjórnvöld hafa lært sína lexíu og hvort efnahagshrunið frá árinu 2008 gæti endurtekið sig svarar King: „Ég held að eftirlitsaðilar um allan heim hafi lært eitthvað af þessu en ég óttast þó að það sem þeir hafa gert til þess að betrumbæta kerfið sé að tryggja að nákvæmlega það sem gerðist árið 2008 endurtaki sig ekki. Næsta krísa kemur auðvitað úr allt annarri átt. Við vitum ekki hvenær eða úr hvaða átt.“ King segir að það allra mikilvægasta sé að fjárhagsleg áhætta bitni ekki á skattgreiðendum. Þess vegna þurfi bankar að leggja verðbréf inn í Seðlabankann sem tryggingu ef og þegar bankarnir þurfi lán. Tryggja þurfi að bankarnir séu ekki of skuldsettir til að þeir sjálfir standist tap. „Ef eitthvað slæmt kemur fyrir bankana viljum við að hluthafarnir axli ábyrgðina, ekki skattgreiðendur“. Hann segir að hægt sé að ganga mun lengra í þessa átt en nú er gert til að tryggja öryggi skattgreiðenda. King sagði að Íslensk stjórnvöld ættu lof skilið fyrir hvernig þau brugðust við efnahagskreppunni haustið 2008. Stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir að þau þyrftu að horfast í augu við vandann. „Ísland á mikið lof skilið fyrir að þykjast ekki og segja ekki: „Hér eru nokkrir blórabögglar, þetta gerist ekki aftur.“ Þetta var kerfislægur vandi sem krafðist kerfisbreytinga.“ King segist vera ánægður með endurreisnarstarf íslenskra stjórnvalda eftir hrun. „Þau gripu til ráðstafana til að minnka bankana, afskrifuðu hluta skuldanna og sneru hagkerfinu á hvolf þannig að það yrði háðara útflutningi auk þess að breyta viðskiptahalla í afgang“. Efnahagsmál Hrunið Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á að gera efnahagskerfið þrautseigara og betur í stakk búið til að takast á við áföll. Hann gerir ráð fyrir að næsta efnahagskrísa muni koma úr allt annarri átt en sú síðasta.King var gestur Boga Ágústssonar í Kastljósþætti kvöldsins. Hann ræddi ástandið í Bretlandi og fjallaði vítt og breitt um efnahagsástandið. Aðspurður hvort hann teldi stjórnvöld hafa lært sína lexíu og hvort efnahagshrunið frá árinu 2008 gæti endurtekið sig svarar King: „Ég held að eftirlitsaðilar um allan heim hafi lært eitthvað af þessu en ég óttast þó að það sem þeir hafa gert til þess að betrumbæta kerfið sé að tryggja að nákvæmlega það sem gerðist árið 2008 endurtaki sig ekki. Næsta krísa kemur auðvitað úr allt annarri átt. Við vitum ekki hvenær eða úr hvaða átt.“ King segir að það allra mikilvægasta sé að fjárhagsleg áhætta bitni ekki á skattgreiðendum. Þess vegna þurfi bankar að leggja verðbréf inn í Seðlabankann sem tryggingu ef og þegar bankarnir þurfi lán. Tryggja þurfi að bankarnir séu ekki of skuldsettir til að þeir sjálfir standist tap. „Ef eitthvað slæmt kemur fyrir bankana viljum við að hluthafarnir axli ábyrgðina, ekki skattgreiðendur“. Hann segir að hægt sé að ganga mun lengra í þessa átt en nú er gert til að tryggja öryggi skattgreiðenda. King sagði að Íslensk stjórnvöld ættu lof skilið fyrir hvernig þau brugðust við efnahagskreppunni haustið 2008. Stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir að þau þyrftu að horfast í augu við vandann. „Ísland á mikið lof skilið fyrir að þykjast ekki og segja ekki: „Hér eru nokkrir blórabögglar, þetta gerist ekki aftur.“ Þetta var kerfislægur vandi sem krafðist kerfisbreytinga.“ King segist vera ánægður með endurreisnarstarf íslenskra stjórnvalda eftir hrun. „Þau gripu til ráðstafana til að minnka bankana, afskrifuðu hluta skuldanna og sneru hagkerfinu á hvolf þannig að það yrði háðara útflutningi auk þess að breyta viðskiptahalla í afgang“.
Efnahagsmál Hrunið Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira