Gunnleifur var í mörg ár landsliðsmarkvörður Íslands. Hann stendur enn á milli stanganna í liði Blika en Gulli er orðinn 43 ára.
„Ég er svo þakklátur fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að hætta að drekka, sem er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ sem hætti að neyta áfengis 8. maí árið 1994.
„Ég veit að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki hætt. Auðmjúkur og þakklátur á mínum risadegi,“ segir Gulli Gull í færslu á Twitter.
Tímamótadagur. Edrú í 25 ár! Ég er svo þakklátur fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að hætta að drekka, sem er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki hætt. Auðmjúkur og þakklátur á mínum risa degi
— gulligull1 (@GGunnleifsson) May 8, 2019