Nýja Spiderman-stiklan er löðrandi í spillum Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 10:31 Spiderman fer í Evrópureisu í nýjustu myndinni. Í gær var mánudagur, en þó ekki venjulegur mánudagur, því þessi dagur boðaði ekki gott fyrir þá sem eiga eftir að sjá nýjustu Marvel-myndina Avengers: Endgame. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, höfðu lagt á blátt bann við opinberum umræðum um myndina, það er að segja svokallað bann við „spoiler-um“, en greindu frá því í síðustu viku að það bann myndi taka enda á mánudag, sem var í gær. Það þýðir að allir hafa leyfi til að tala frjálslega um innihald myndarinnar og endalok hennar. Þessi bann Russo-bræðranna endaði einnig á fullkomnum tíma, nánast of fullkomnum, því í gær var frumsýnd önnur stiklan úr næstu Spiderman-mynd: Far from Home. Af hverju ætli það sé? Jú, því í stiklunni koma fram lykilupplýsingar um endalok Endgame, því ættu þeir sem ekki hafa séð þá mynd ekki að horfa á nýju Spiderman-stikluna.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið hér og ekki lesa lengra. Fyrir þá sem ætla að lesa lengra er vert að vita að þessi nýja stikla gefur einnig til kynna í hvaða átt Marvel ætlar með þennan söguheim sinn.Í stiklunni er strax komið inn á dauðdaga Tony Stark og hvernig Peter Parker þarf að halda lífi sínu áfram án læriföður síns. Aðstoðarmaður Stark, Happy Hogan, er enn umsjónarmaður Parkers en ofurnjósnarinn Nick Fury blandar sér fljótlega í líf Kóngulóarmannsins og hefur upp á honum í Evrópureisu. Þar færir Fury piltinum þær fréttir að eftir að hanskanum með öllum óendanleikasteinunum var smellt opnaðist gátt yfir í hliðarveruleika (multiverse) þar sem allt er í rugli. Þarf Parker að hefja samstarf við Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem er einhverskonar ofursjónhverfingamaður. En þessi nýi veruleiki í Marvel heiminum, að til sé hliðstæður veruleiki, opnar á ansi marga möguleika þegar kemur að því að kynna nýjar persónur til leiks. Kvikmyndaréttur Spiderman er eign kvikmyndavers Sony sem hefur þó gefið Marvel leyfi til að gera myndir um þennan knáa pilt. Þetta er þekkt stef úr myndasögunum, svokallaðir hliðarveruleikar, sem þessar myndir eru byggðar á og þarf ekki leita lengra aftur en til ársins 2018 til að finna myndina Spider-man: Into the Spider-Verse þar sem sögusviði voru hliðstæðir veruleikar sem allir áttu sinn Kóngulóarmann.Það gæti mögulega opnað á að elsta ofurhetjuteymi Marvel-sagnaheimsins, Fantastic Four, bætist í Avengers eða jafnvel allur X-Men bálkurinn. Disney hefur nefnilega eignast Fox-kvikmyndaverið sem átti réttinn á Fantastic Four og X-Men. Eddie Brock, eða Venom sem Tom Hardy lék í fyrra, gæti jafnvel gengið til liðs við Black Panther. Allavega, Spider-Man: Far from Home, kemur út 2. júlí næstkomandi og Marvel-liðar hvergi nærri hættir að dæla út myndum. Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í gær var mánudagur, en þó ekki venjulegur mánudagur, því þessi dagur boðaði ekki gott fyrir þá sem eiga eftir að sjá nýjustu Marvel-myndina Avengers: Endgame. Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, höfðu lagt á blátt bann við opinberum umræðum um myndina, það er að segja svokallað bann við „spoiler-um“, en greindu frá því í síðustu viku að það bann myndi taka enda á mánudag, sem var í gær. Það þýðir að allir hafa leyfi til að tala frjálslega um innihald myndarinnar og endalok hennar. Þessi bann Russo-bræðranna endaði einnig á fullkomnum tíma, nánast of fullkomnum, því í gær var frumsýnd önnur stiklan úr næstu Spiderman-mynd: Far from Home. Af hverju ætli það sé? Jú, því í stiklunni koma fram lykilupplýsingar um endalok Endgame, því ættu þeir sem ekki hafa séð þá mynd ekki að horfa á nýju Spiderman-stikluna.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið hér og ekki lesa lengra. Fyrir þá sem ætla að lesa lengra er vert að vita að þessi nýja stikla gefur einnig til kynna í hvaða átt Marvel ætlar með þennan söguheim sinn.Í stiklunni er strax komið inn á dauðdaga Tony Stark og hvernig Peter Parker þarf að halda lífi sínu áfram án læriföður síns. Aðstoðarmaður Stark, Happy Hogan, er enn umsjónarmaður Parkers en ofurnjósnarinn Nick Fury blandar sér fljótlega í líf Kóngulóarmannsins og hefur upp á honum í Evrópureisu. Þar færir Fury piltinum þær fréttir að eftir að hanskanum með öllum óendanleikasteinunum var smellt opnaðist gátt yfir í hliðarveruleika (multiverse) þar sem allt er í rugli. Þarf Parker að hefja samstarf við Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem er einhverskonar ofursjónhverfingamaður. En þessi nýi veruleiki í Marvel heiminum, að til sé hliðstæður veruleiki, opnar á ansi marga möguleika þegar kemur að því að kynna nýjar persónur til leiks. Kvikmyndaréttur Spiderman er eign kvikmyndavers Sony sem hefur þó gefið Marvel leyfi til að gera myndir um þennan knáa pilt. Þetta er þekkt stef úr myndasögunum, svokallaðir hliðarveruleikar, sem þessar myndir eru byggðar á og þarf ekki leita lengra aftur en til ársins 2018 til að finna myndina Spider-man: Into the Spider-Verse þar sem sögusviði voru hliðstæðir veruleikar sem allir áttu sinn Kóngulóarmann.Það gæti mögulega opnað á að elsta ofurhetjuteymi Marvel-sagnaheimsins, Fantastic Four, bætist í Avengers eða jafnvel allur X-Men bálkurinn. Disney hefur nefnilega eignast Fox-kvikmyndaverið sem átti réttinn á Fantastic Four og X-Men. Eddie Brock, eða Venom sem Tom Hardy lék í fyrra, gæti jafnvel gengið til liðs við Black Panther. Allavega, Spider-Man: Far from Home, kemur út 2. júlí næstkomandi og Marvel-liðar hvergi nærri hættir að dæla út myndum.
Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira