Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna.
Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.

Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast.
Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.
Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall.
Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.
Voru fæddir:
Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára)
Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára)
Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára)
Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)
Voru ekki fæddir:
Sverrir Pálsson: 1994
Sölvi Ólafsson: 1995
Elvar Örn Jónsson: 1997
Hergeir Grímsson: 1997
Nökkvi Dan Elliðason: 1997
Alexander Már Egan: 1997
Hannes Höskuldson: 1999
Guðjón Baldur Ómarsson: 2000
Haukur Þrastarson: 2001
Tryggvi Þórisson: 2002