Svipur Hatara á útleið en óvíst hvað kemur í staðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 17:33 Hatari æfði á sviðinu og sat svo fyrir svörum í gær. Mynd/Eurovison Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný. Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný.
Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45