Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 15:03 Björgvin Karl Guðmundsson er talinn sigurstranglegastur í karlaflokki á mótinu. Vísir/Daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð. CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð.
CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50
Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13
Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32
Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti