Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Heimsljós kynnir 3. maí 2019 12:45 Flóttamannastofnun SÞ, UNHCR/Ley Uwera Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda, því allmargir kongólskir íbúar hafa á síðustu vikum flúið átök í heimalandinu og farið ólöglega yfir landamærin inn í Úganda. Að mati hjálparsamtaka hafa rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. Samkvæmt frásögn átján hjálparsamtaka hafa sumir fengið skjól með löglegum hætti í Úganda, undirgengist heilsufarsskoðun og fengið skráningu sem flóttafólk, en aðrir hafa neyðst til að fara ólöglega yfir landamærin gegnum skógarþykkni eða stöðuvatn á landamærunum. Með því fólki eykst hættan á því að ebóla stingi sér niður í Úganda. „Þegar flóttafólkið kemur ólöglega til Úganda forðast það einnig opinbera innflytjendskráningu - sem þýðir að enginn veit hvort fólkið er sýkt eða ekki og það fær þar af leiðandi ekki aðgang að þeirri þjónustu og meðferð sem þeim stæði ella til boða," segir Francis Iwa framkvæmdastjóra úgandskra samtaka í málefnum flóttamanna, Care for Forced Migrants (CAFOMI). Haft er eftir Musa Ecweru ráðherra flóttamannamála að ríkisstjórn Úganda muni áfram halda landamærum sínum opnum fyrir flóttamönnum enda sé það stefna ríkisstjórnarinnar. „Við verðum að leyfa þeim sem þurfa skjól að koma yfir til Úganda en við verðum einnig að vera á varðbergi og gæta þess að ógna ekki heilsu þjóðarinnar,“ segir ráðherrann. Fyrstu tilvik ebólu í Kongó komu upp í ágúst á síðasta ári. Um 1500 manns hafa sýkst og 984 eru látnir í Norður Kivu og Ituri héruðum. Eins og kunnugt er geisaði ebólufaraldur í vesturhluta Afríku á árunum 2013 til 2016 og þá létust rúmlega ellefu þúsund manns. Ofbeldisverk vígasveita í Kongó gagnvart óbreyttum borgurum hafa torveldað tilraunir til að stemma stigu við faraldrinum í Kongó. Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segir ógerning að komast að ákveðnum svæðum í landinu þar sem margir íbúar eru á vergangi. Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur tekið á móti 1,3 milljónum flóttamanna á síðustu árum, fleirum en nokkurt annað Afríkuríki. Flestir flóttamanna koma frá Suður-Súdan en á síðustu mánuðum hefur flóttafólki frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fjölgað mjög. Nú er unnið hálfu Íslands að verkefni með Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna í norðurhluta Úganda.Eastern DRC: Tens of thousands forcibly displaced by surge in violence/ ReliefWebAttacks in Congo’s North Kivu province push tens of thousands to flee – UNHCRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda, því allmargir kongólskir íbúar hafa á síðustu vikum flúið átök í heimalandinu og farið ólöglega yfir landamærin inn í Úganda. Að mati hjálparsamtaka hafa rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. Samkvæmt frásögn átján hjálparsamtaka hafa sumir fengið skjól með löglegum hætti í Úganda, undirgengist heilsufarsskoðun og fengið skráningu sem flóttafólk, en aðrir hafa neyðst til að fara ólöglega yfir landamærin gegnum skógarþykkni eða stöðuvatn á landamærunum. Með því fólki eykst hættan á því að ebóla stingi sér niður í Úganda. „Þegar flóttafólkið kemur ólöglega til Úganda forðast það einnig opinbera innflytjendskráningu - sem þýðir að enginn veit hvort fólkið er sýkt eða ekki og það fær þar af leiðandi ekki aðgang að þeirri þjónustu og meðferð sem þeim stæði ella til boða," segir Francis Iwa framkvæmdastjóra úgandskra samtaka í málefnum flóttamanna, Care for Forced Migrants (CAFOMI). Haft er eftir Musa Ecweru ráðherra flóttamannamála að ríkisstjórn Úganda muni áfram halda landamærum sínum opnum fyrir flóttamönnum enda sé það stefna ríkisstjórnarinnar. „Við verðum að leyfa þeim sem þurfa skjól að koma yfir til Úganda en við verðum einnig að vera á varðbergi og gæta þess að ógna ekki heilsu þjóðarinnar,“ segir ráðherrann. Fyrstu tilvik ebólu í Kongó komu upp í ágúst á síðasta ári. Um 1500 manns hafa sýkst og 984 eru látnir í Norður Kivu og Ituri héruðum. Eins og kunnugt er geisaði ebólufaraldur í vesturhluta Afríku á árunum 2013 til 2016 og þá létust rúmlega ellefu þúsund manns. Ofbeldisverk vígasveita í Kongó gagnvart óbreyttum borgurum hafa torveldað tilraunir til að stemma stigu við faraldrinum í Kongó. Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segir ógerning að komast að ákveðnum svæðum í landinu þar sem margir íbúar eru á vergangi. Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur tekið á móti 1,3 milljónum flóttamanna á síðustu árum, fleirum en nokkurt annað Afríkuríki. Flestir flóttamanna koma frá Suður-Súdan en á síðustu mánuðum hefur flóttafólki frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fjölgað mjög. Nú er unnið hálfu Íslands að verkefni með Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna í norðurhluta Úganda.Eastern DRC: Tens of thousands forcibly displaced by surge in violence/ ReliefWebAttacks in Congo’s North Kivu province push tens of thousands to flee – UNHCRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent