Lífið

Chewbac­ca-leikarinn Peter May­hew er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Mayhew var 2 metrar og átján sentimetrar á hæð.
Peter Mayhew var 2 metrar og átján sentimetrar á hæð. Getty
Ensk-bandaríski leikarinn Peter Mayhew, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Chewbacca í Star Wars myndunum, er látinn 74 ára að aldri.

Fjölskylda greinir frá því á Twitter-síðu Mayhew að hann hafi andast á heimili sínu í Texas að kvöldi þriðjudagsins 30. apríl.

Í frétt Variety segir að framleiðandinn Charles H. Schneer hafi komið auga á Mayhew sem þá starfaði á sjúkrahúsi í London og fengið hann til að leika í kvikmynd Ray Harryhausen, Sinbad and the Eye of the Tiger. Mayhew var 2 metrar og átján sentimetrar á hæð.

Árið síðar hafi hann svo verið fenginn til að fara með hlutverk Chewbacca, hins 200 ára gamla Wookie, í Star Wars: A New Hope þar sem ferðaðist með Han Solo og félögum um óravíddir fjarlægrar stjörnuþoku.

Mayhew fór einnig með hlutverk Chewbacca í The Empire Strikes Back, Return of the Jedi, Revenge of the Sith og The Force Awakens.

Hann ritaði tvær bækur um ævi sína og Star Wars – Growing Up Giant og My Favourite Giant.

Chewie með Han Solo, Leiu prinsessu og C3PO.Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.