Fjölskylda greinir frá því á Twitter-síðu Mayhew að hann hafi andast á heimili sínu í Texas að kvöldi þriðjudagsins 30. apríl.
Í frétt Variety segir að framleiðandinn Charles H. Schneer hafi komið auga á Mayhew sem þá starfaði á sjúkrahúsi í London og fengið hann til að leika í kvikmynd Ray Harryhausen, Sinbad and the Eye of the Tiger. Mayhew var 2 metrar og átján sentimetrar á hæð.
Árið síðar hafi hann svo verið fenginn til að fara með hlutverk Chewbacca, hins 200 ára gamla Wookie, í Star Wars: A New Hope þar sem ferðaðist með Han Solo og félögum um óravíddir fjarlægrar stjörnuþoku.
The family of Peter Mayhew, with deep love and sadness, regrets to share the news that Peter has passed away. He left us the evening of April 30, 2019 with his family by his side in his North Texas home. pic.twitter.com/YZ5VLyuK0uMayhew fór einnig með hlutverk Chewbacca í The Empire Strikes Back, Return of the Jedi, Revenge of the Sith og The Force Awakens.
— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) May 2, 2019
Hann ritaði tvær bækur um ævi sína og Star Wars – Growing Up Giant og My Favourite Giant.