Lífið

Hatari þriðji á fyrra undan­úr­slita­kvöldinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision 2019, hafði í tíunda sæti á lokakvöldinu.
Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision 2019, hafði í tíunda sæti á lokakvöldinu. Getty
Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag.

Þetta var opinberað að loknu úrslitakvöldinu þar sem hollenska lagið, Arcade með Duncan Lawrence, bar sigur úr býtum. Hatari hafnaði í tíunda sæti á úrslitakvöldinu, hlaut 234 stig, sem flest komu í símakosningunni.

Ástralska lagið, Zero Gravity með Kate Miller-Heidke, hlaut flest stig á þriðjudaginn, samtals 261 sitg. Tékkneska lagið, Friend of a Friend með Lake Malawi hafnaði í öðru sæti með 242 stig. Hatari var svo í þriðja með 221 stig og það eistneska í fjórða með 198 stig.

Hollenska lagið vann síðara undanúrslitakvöldið á fimmtudaginn með nokkrum yfirburðum - hlaut 280 stig. Norður-Makedónía var í öðru sæti (239 stig), Svíþjóð í þriðja með 238 stig og svissneska lagið í fjórða með 232 stig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.