Lífið

Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.
Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst. Vísir/Getty
Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. Einn var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Framkvæmdastjórn Eurovision segir fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim.

Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriði endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.

Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Eurovision segir að söngvakeppnin eigi ekki að vera vettvangur fyrir pólitíska gjörninga og Madonnu hafi verið gert það ljóst.

Í umfjöllun ísraelska fjölmiðilsins Haaretz segir að auðjöfurinn Sylvan Adams hafi flutt Madonnu til Ísrael fyrir keppnina og í aðdragenda hennar hafi hann heitið því að söngkonan væri mikill vinur Ísrael.

Umrætt atriði má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×