Hvað gerðist í flutningi Hatara? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 20:50 Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Tryggva Haraldsson söngvara. Nordicphotos/Getty Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019 Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019
Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira