Matthías með heilunarmátt en Klifur-Klemens fastagestur á slysó Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 22:00 Vinskapur Matthíasar og Klemensar hefur verið náin frá því þeir voru ungir en þeir eru fæddir árið 1994. Matthías í febrúar en Klemns í desember. „Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti frá því við munum eftir honum,“ segir Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Nikulássonar Hannigan, annars söngvara Hatara. Iceland Music News, kómískur fjölmiðill á vegum Hatara, ræddi við foreldra söngvara Hatara til að kynnast söngvurunum betur. „Svo er hann ljúfur og skemmtilegur á sama tíma,“ segir Nikulás, faðir Klemensar. Rán bætir við að þau elski son sinn mjög mikið. „Við erum náttúrulega algjörlega hlutlaus,“ segir Nikulás og skellir upp úr.Ekki rosa celeb „Matthías er spekingur. Hann sagði kannski ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem að hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa Kristín Andersen, stjúpmóðir Matthíasar. „Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir faðirinn Haraldur Flosi Tryggvason. Jórunn Elenóra, systir Matthíasar, segist ekki líta á bróður sinn sem einhverja stjörnu. „Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir myndi ég segja. Og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti verður alltaf Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa celeb.“Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn TumiRosalega ólíkir „Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengi. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur. Það var mjög áberandi hvað hann var ljúfur, blíður og mikill hugsuður.“ Rán, móðir Klemensar, segir alltaf hafa verið mjög sterkt samband á milli þeirra frænda.Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina á þriðjudaginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens lítill og léttur, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í svona ævintýrum,“ segir Rán um hvernig þeir léku sér saman sem krakkar. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan svo mikið upp.“ Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti frá því við munum eftir honum,“ segir Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Nikulássonar Hannigan, annars söngvara Hatara. Iceland Music News, kómískur fjölmiðill á vegum Hatara, ræddi við foreldra söngvara Hatara til að kynnast söngvurunum betur. „Svo er hann ljúfur og skemmtilegur á sama tíma,“ segir Nikulás, faðir Klemensar. Rán bætir við að þau elski son sinn mjög mikið. „Við erum náttúrulega algjörlega hlutlaus,“ segir Nikulás og skellir upp úr.Ekki rosa celeb „Matthías er spekingur. Hann sagði kannski ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem að hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa Kristín Andersen, stjúpmóðir Matthíasar. „Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir faðirinn Haraldur Flosi Tryggvason. Jórunn Elenóra, systir Matthíasar, segist ekki líta á bróður sinn sem einhverja stjörnu. „Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir myndi ég segja. Og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti verður alltaf Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa celeb.“Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn TumiRosalega ólíkir „Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengi. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur. Það var mjög áberandi hvað hann var ljúfur, blíður og mikill hugsuður.“ Rán, móðir Klemensar, segir alltaf hafa verið mjög sterkt samband á milli þeirra frænda.Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina á þriðjudaginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens lítill og léttur, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í svona ævintýrum,“ segir Rán um hvernig þeir léku sér saman sem krakkar. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan svo mikið upp.“
Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira