Telur áhugann á Hatara líkast til einsdæmi í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 14:00 Matthías og Klemens í einu af fjölmörgum viðtölum sem sveitin veitir á Dan Panorama hótelinu í dag. Rúnar Freyr BBC, SVT, Aftonbladet, HBO, The Times, Dagbladet, Newtalk og í beinni útsendingu á CNN. Svona hljómar fjölmiðladagskrá Hatara fimmtudaginn 16. maí í Tel Aviv. Um er að ræða lokahnykkinn í langri lotu þar sem reynt hefur verið að finna hið fullkomna jafnvægi á milli þess að kynna framlag Íslands eins vel og hægt er en um leið að ofgera sér ekki enda stutt í stóru stundina á laugardaginn. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, stendur í ströngu að skipuleggja fundi erlendu pressunnar og sveitarinnar. Hann segir erlendu pressuna fá 10-30 mínútur með sveitunum eftir stærð miðlanna. Lítil írsk útvarpsstöð fær tíu mínútna spjall á meðan BBC fær hálftíma. Fyrir svörum sitja þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson en trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson er aldrei langt undan. Hann segir þó aldrei orð í viðtölunum sjálfum þótt hann sé mælskur og hvers mans hugljúfi utan karakters.Rúnar Freyr Gíslason er fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins.Rúnar Freyr Gíslason„Álagið er mikið og reynir á strákana. Þetta eru margir hverjir atvinnublaðamenn sem eru auðvitað að fiska eftir djúsí fyrirsögnum. Við reynum að gera þetta í romsum og ég passa að halda þeim uppi með vatni, kaffi og mat.“ Hann er ekki lengi að finna orðin til að lýsa strákunum. „Þeir eru svo öflugir. Báðir frábærir í ensku enda bjuggu báðir erlendis þegar þeir voru litlir,“ segir Rúnar Freyr. Auk þess tali Matthías þýsku og Klemens og Einar frönsku, þótt það reyni ekki á það í viðtölum hjá hinum síðarnefnda sökum þagnmælsku. „Allir blaðamenn lýsa þeim sem frábærum gaurum.“ Rúnar er í fyrsta sinn í hlutverki fjölmiðlafulltrúa. Hann segist því ekki hafa samanburð aðspurður hvort ekki sé himinn og haf á milli áreitis í ár og undanfarin ár. „Ég veit að þetta hefur aldrei verið svona með íslenskt atriði, og eiginlega ekkert annað atriði í Eurovision,“ segir Rúnar.Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni í Tel Aviv eldsnemma í gær.Rúnar FreyrHann bendir til stuðnings þeirri ályktun á alþjóðlega fjölmiðla sem sýni Hatara mikinn áhuga en fjalli allajafna ekkert um Eurovision. „Okkar fólk er með skilaboð sem margir vilja hlusta á. Það hefur vakið gríðarlega athygli.“ Seinni undanúrslitariðllinn fer fram í kvöld í Expo Tel Aviv höllinni. Átján atriði berjast um tíu laus sæti í úrslitum á laugardaginn. Rúnar segir ekkert plan hjá íslenska hópnum að horfa saman í kvöld en útsending hefst klukkan 22 að staðartíma í Tel Aviv. „Við reynum að nýta allan tíma sem við getum til að hvíla. Næstu tveir dagar verða rosalega strangir. Engin viðtöl heldur algjör fókus á atriðið og að klára þetta með stæl.“ Lögin 26 sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardaginn æfa í keppnishöllinni í morgun. Dómararennsli verður svo um kvöldið þar sem dómnefndir allra þjóðanna greiða atkvæði sín sem vega jafnt á móti atkvæðum úr símakosningu. Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
BBC, SVT, Aftonbladet, HBO, The Times, Dagbladet, Newtalk og í beinni útsendingu á CNN. Svona hljómar fjölmiðladagskrá Hatara fimmtudaginn 16. maí í Tel Aviv. Um er að ræða lokahnykkinn í langri lotu þar sem reynt hefur verið að finna hið fullkomna jafnvægi á milli þess að kynna framlag Íslands eins vel og hægt er en um leið að ofgera sér ekki enda stutt í stóru stundina á laugardaginn. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, stendur í ströngu að skipuleggja fundi erlendu pressunnar og sveitarinnar. Hann segir erlendu pressuna fá 10-30 mínútur með sveitunum eftir stærð miðlanna. Lítil írsk útvarpsstöð fær tíu mínútna spjall á meðan BBC fær hálftíma. Fyrir svörum sitja þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson en trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson er aldrei langt undan. Hann segir þó aldrei orð í viðtölunum sjálfum þótt hann sé mælskur og hvers mans hugljúfi utan karakters.Rúnar Freyr Gíslason er fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins.Rúnar Freyr Gíslason„Álagið er mikið og reynir á strákana. Þetta eru margir hverjir atvinnublaðamenn sem eru auðvitað að fiska eftir djúsí fyrirsögnum. Við reynum að gera þetta í romsum og ég passa að halda þeim uppi með vatni, kaffi og mat.“ Hann er ekki lengi að finna orðin til að lýsa strákunum. „Þeir eru svo öflugir. Báðir frábærir í ensku enda bjuggu báðir erlendis þegar þeir voru litlir,“ segir Rúnar Freyr. Auk þess tali Matthías þýsku og Klemens og Einar frönsku, þótt það reyni ekki á það í viðtölum hjá hinum síðarnefnda sökum þagnmælsku. „Allir blaðamenn lýsa þeim sem frábærum gaurum.“ Rúnar er í fyrsta sinn í hlutverki fjölmiðlafulltrúa. Hann segist því ekki hafa samanburð aðspurður hvort ekki sé himinn og haf á milli áreitis í ár og undanfarin ár. „Ég veit að þetta hefur aldrei verið svona með íslenskt atriði, og eiginlega ekkert annað atriði í Eurovision,“ segir Rúnar.Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni í Tel Aviv eldsnemma í gær.Rúnar FreyrHann bendir til stuðnings þeirri ályktun á alþjóðlega fjölmiðla sem sýni Hatara mikinn áhuga en fjalli allajafna ekkert um Eurovision. „Okkar fólk er með skilaboð sem margir vilja hlusta á. Það hefur vakið gríðarlega athygli.“ Seinni undanúrslitariðllinn fer fram í kvöld í Expo Tel Aviv höllinni. Átján atriði berjast um tíu laus sæti í úrslitum á laugardaginn. Rúnar segir ekkert plan hjá íslenska hópnum að horfa saman í kvöld en útsending hefst klukkan 22 að staðartíma í Tel Aviv. „Við reynum að nýta allan tíma sem við getum til að hvíla. Næstu tveir dagar verða rosalega strangir. Engin viðtöl heldur algjör fókus á atriðið og að klára þetta með stæl.“ Lögin 26 sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardaginn æfa í keppnishöllinni í morgun. Dómararennsli verður svo um kvöldið þar sem dómnefndir allra þjóðanna greiða atkvæði sín sem vega jafnt á móti atkvæðum úr símakosningu.
Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira