Lífið

Hatari í úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari með geggjaðan flutning í kvöld.
Hatari með geggjaðan flutning í kvöld. mynd/eurovision/Thomas Hanses
Hatari komst í kvöld áfram í úrslit í Eurovision árið 2019 og var lagið Hatrið mun sigra eitt af þeim tíu lögum sem heyrast á laugardagskvöldið í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Þessar þjóðir eru komnar í úrslit:

Grikkland

Hvíta-Rússland

Serbía

Kýpur

Eistland

Tékkland

Ástralía

Ísland

San Marínó

Slóvenía

Hatari var 13. atriðið á svið í kvöld og heppnaðist flutningurinn mjög vel. Flutninginn má sjá neðst í fréttinni.

Íslandi hafði verið spáð áfram af öllum helstu veðbönkum og því kom niðurstaðan ekki á óvart.

Það kemur svo í ljós á föstudaginn í hvaða röð Hatari er í á laugardagskvöldið.


Tengdar fréttir

Lögin sem ógna Hatara í kvöld

Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum.

Sagan á bak við fataval Andreans

Fataval Andreans Sigurgeirssonar, eins þriggja dansara í Eurovision-atriði Íslands, á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í vikunni hefur vakið töluverða athygli.

Taka níutíu mínútna hugleiðslutíma fyrir hvern flutning

"Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.