Hatari er 13. atriðið sem fer á sviðið í riðlinum og spá veðbankar að lagið okkar sé það fjórða líklegasta til þess að fara áfram.
Gísli Marteinn Baldursson þekkir þessa keppni vel enda hefur hann lýst henni á RÚV undanfarin fjögur ár.
Hann hefur nú verið hér í Tel Aviv í yfir viku að undirbúa sig og fer í gegnum þau lög sem hann telur að geti farið áfram í kvöld, og því ógnað okkar fólki.
Gísli fer einnig yfir lögin sem eiga kannski ekki mikinn séns, þar sem gæðin eru einfaldlega ekki nægilega mikil.
Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.