Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:00 Andrade gefur Rose Namajunas rós. Vísir/Getty UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt. MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt.
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira