Mjög þarfar aðgerðir hjá stjórnvöldum að mati UNICEF Heimsljós kynnir 29. maí 2019 14:00 Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. UNICEF UNICEF á Íslandi fagnar verkefnum sem félags- og barnamálaráðherra upplýsti um í gær og segir um mjög þarfar aðgerðir að ræða. „Fræðslumiðstöð um ofbeldi gegn börnum, sem ráðherra mun setja á fót, gegnir til dæmis öllum þeim meginhlutverkum sem við hjá UNICEF höfum viljað að hið svokallaða „ofbeldisvarnarráð“ sinni. Við gleðjumst því mjög yfir því að ákall okkar um ofbeldisvarnarráð hafi loksins náð hljómgrunni. Það er þó enn mikil vinna framundan og nú bíðum við eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, birti í gær upplýsingar um ýmis verkefni og aðgerðir sem ráðist verður í til að bregðast við þeim veruleika sem fram kemur í tölfræðigögnum sem UNICEF á Íslandi kynnti í tengslum við átak sitt gegn ofbeldi á börnum. Tölfræðigögn UNICEF sýna að ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Átakið hófst í síðustu viku undir yfirskriftinni Stöðvum feluleikinn og stendur enn. Bergsteinn segir að viðbrögð ráðherra sýni hvað samtakamátturinn sé sterkur á Íslandi. „Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings almennings sem hefur tekið vel í ákallið okkar og skrifað undir á unicef.is,“ segir Bergsteinn. Nú þegar hafa ríflega níu þúsund manns skrifað undir ákallið, þrýst með því á stjórnvöld að grípa til aðgerða og um leið fengið sendar hagnýtar upplýsingar um hvernig best sé að bregðast við ofbeldi gegn börnum.Hvar eru karlarnir?Bergsteinn segir að viðbrögðin hafi verið afar jákvæð en að stefnan sé þó sett mun hærra. „Á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og að minnsta kosti 13 þúsund þeirra verða fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Okkar draumur er að einn fullorðinn skrifi undir fyrir hvert einasta barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi.“ Bergsteinn segir að skiptingin á milli kynjanna hafi komið sér á óvart, en karlar eru ekki nema 21% þeirra sem skrifa undir. „Við höfum ekki skýringu á þessum mun, hvers vegna mun færri karlmenn skrifa undir en konur, en það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að öll kyn taki þátt í þessari byltingu með okkur. Hvar eru karlarnir?“ spyr Bergsteinn.Mikilvægt að læra fyrstu viðbrögðEftir að átakið hófst hefur UNICEF fengið fjölda símtala, tölvupósta og skilaboða frá fólki sem deilir reynslu sinni og tekur undir mikilvægi þess að gripið sé til aðgerða. „Hingað hefur hringt fólk með erfiðar sögur á bakinu, sumir eru að deila reynslu sinni af ofbeldi í æsku í fyrsta sinn sem fullorðnir einstaklingar. Þetta sýnir okkur enn og aftur hvað svona átak er mikilvægt og hversu mikilvægt það er að stöðva þennan feluleik“ segir Bergsteinn. Dæmin sýna að mörg börn reyna margsinnis að segja frá ofbeldinu áður en nokkuð er gert. Sum þeirra deila reynslu sinni aldrei með neinum. Að sama skapi sýna dæmi að almenningur bregst ekki við þegar grunur leikur á að ofbeldi eigi sér stað, oft vegna þess að fólk veit ekki hvað sé best að gera. Að þurfa að burðast með slíkan sársauka getur haft alvarlegar afleiðingar á barnið til frambúðar. „Þetta sýnir okkur enn fremur hversu mikilvægt það er að við lærum öll fyrstu viðbrögðin til þess að geta verið þeir einstaklingar sem börnin þurfta á að halda. Ofbeldi þrífst í þögn, en saman getum við rofið þögnina,“ segir Bergsteinn Hægt er að skrifa undir ákallið hér og um leið fá sendar sendar upplýsingar um fyrstu viðbrögð. Aðgerðir og verkefni félags- og barnamálaráðherra má nálgast hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent
UNICEF á Íslandi fagnar verkefnum sem félags- og barnamálaráðherra upplýsti um í gær og segir um mjög þarfar aðgerðir að ræða. „Fræðslumiðstöð um ofbeldi gegn börnum, sem ráðherra mun setja á fót, gegnir til dæmis öllum þeim meginhlutverkum sem við hjá UNICEF höfum viljað að hið svokallaða „ofbeldisvarnarráð“ sinni. Við gleðjumst því mjög yfir því að ákall okkar um ofbeldisvarnarráð hafi loksins náð hljómgrunni. Það er þó enn mikil vinna framundan og nú bíðum við eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, birti í gær upplýsingar um ýmis verkefni og aðgerðir sem ráðist verður í til að bregðast við þeim veruleika sem fram kemur í tölfræðigögnum sem UNICEF á Íslandi kynnti í tengslum við átak sitt gegn ofbeldi á börnum. Tölfræðigögn UNICEF sýna að ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Átakið hófst í síðustu viku undir yfirskriftinni Stöðvum feluleikinn og stendur enn. Bergsteinn segir að viðbrögð ráðherra sýni hvað samtakamátturinn sé sterkur á Íslandi. „Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings almennings sem hefur tekið vel í ákallið okkar og skrifað undir á unicef.is,“ segir Bergsteinn. Nú þegar hafa ríflega níu þúsund manns skrifað undir ákallið, þrýst með því á stjórnvöld að grípa til aðgerða og um leið fengið sendar hagnýtar upplýsingar um hvernig best sé að bregðast við ofbeldi gegn börnum.Hvar eru karlarnir?Bergsteinn segir að viðbrögðin hafi verið afar jákvæð en að stefnan sé þó sett mun hærra. „Á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og að minnsta kosti 13 þúsund þeirra verða fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Okkar draumur er að einn fullorðinn skrifi undir fyrir hvert einasta barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi.“ Bergsteinn segir að skiptingin á milli kynjanna hafi komið sér á óvart, en karlar eru ekki nema 21% þeirra sem skrifa undir. „Við höfum ekki skýringu á þessum mun, hvers vegna mun færri karlmenn skrifa undir en konur, en það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að öll kyn taki þátt í þessari byltingu með okkur. Hvar eru karlarnir?“ spyr Bergsteinn.Mikilvægt að læra fyrstu viðbrögðEftir að átakið hófst hefur UNICEF fengið fjölda símtala, tölvupósta og skilaboða frá fólki sem deilir reynslu sinni og tekur undir mikilvægi þess að gripið sé til aðgerða. „Hingað hefur hringt fólk með erfiðar sögur á bakinu, sumir eru að deila reynslu sinni af ofbeldi í æsku í fyrsta sinn sem fullorðnir einstaklingar. Þetta sýnir okkur enn og aftur hvað svona átak er mikilvægt og hversu mikilvægt það er að stöðva þennan feluleik“ segir Bergsteinn. Dæmin sýna að mörg börn reyna margsinnis að segja frá ofbeldinu áður en nokkuð er gert. Sum þeirra deila reynslu sinni aldrei með neinum. Að sama skapi sýna dæmi að almenningur bregst ekki við þegar grunur leikur á að ofbeldi eigi sér stað, oft vegna þess að fólk veit ekki hvað sé best að gera. Að þurfa að burðast með slíkan sársauka getur haft alvarlegar afleiðingar á barnið til frambúðar. „Þetta sýnir okkur enn fremur hversu mikilvægt það er að við lærum öll fyrstu viðbrögðin til þess að geta verið þeir einstaklingar sem börnin þurfta á að halda. Ofbeldi þrífst í þögn, en saman getum við rofið þögnina,“ segir Bergsteinn Hægt er að skrifa undir ákallið hér og um leið fá sendar sendar upplýsingar um fyrstu viðbrögð. Aðgerðir og verkefni félags- og barnamálaráðherra má nálgast hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent