Rafíþróttir

Sjötta vika Lenovo deildarinnar hefst í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjötta vika Lenovo deildarinnar hefst nú í kvöld á tveimur leikjum í League of Legends. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 19:30 þegar Frozt og KINGS mætast og þá hefst leikur Old Dogs og Dusty LoL klukkan 20:30.

Keppt er í League of Legends á miðvikudögum og Counter-Strike Global Offensive á fimmtudögum. Á sunnudögum er keppt í báðum greinum.

Sjá einnig: Skyggnst á bakvið töldin í Lenovo deildinni



Fylgjast má með leikjunum hér að neðan.

Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).

Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv





×