Arnar söng óvæntan dúett með Michael Bublé fyrir framan smekkfulla höll þökk sé móður hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2019 00:25 Arnar Jónsson og Michael Bublé á sviðinu í Glasgow. Skjáskot/Facebook Söngvarinn Arnar Jónsson mun líklega aldrei gleyma kvöldinu í kvöld en þökk sé móður hans söng hann dúett með sjálfum Michael Bublé fyrir framan tuttugu þúsund manns á tónleikum í Glasgow í kvöld. Salurinn ærðist af fögnuði þegar í ljós kom að maðurinn sem var kominn upp á svið með Bublé gat sungið, og rúmlega það.Kanadíski söngvarinn Michael Bublé er einn vinsælasti söngvari samtímans og hefur hann selt meira en 75 milljónir platna og unnið til fjölmargra verðlauna. Arnar sem er líklega best þekktur fyrir að hafa verið í strákasveitinni Luxor og tekið þátt í forkeppni Eurovision hér á landi árið 2017, er gríðarlegur Bublé-maður.„Mamma mín bauð mér á tónleika með Michael Bublé, við erum bæði svo miklir aðdáendur hans,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Móðir hans Carola Ida Köhler, birti myndband af Arnari syngja dúettinn með Bublé sem sjá má hér að neðan. En hvernig atvikaðist það að Arnar endaði upp á sviði með Bublé? „Mamma ákvað, án þess að láta mig vita, að útbúa svona borða sem á stóð: Can my son sing with you? [Innskot blm: Má sonur minn syngja með þér?] Svo þegar hann labbaði að okkur þá stóð hún upp og hljóp í áttina að sviðinu. Svo rétti hún út þennan borða og ég hugsaði með mér: „Nei, guð minn almáttugur, hvað er hún að gera.“ Það sáu þetta allir í höllinni, tuttugu þúsund manns.“Arnar fékk að sjálfsögðu mynd af sér með Bublé.Mynd/Arnar JónssonBublé kláraði lagið sem hann var að syngja og benti svo á Carolu til þess að forvitnast um hver sonur hennar væri. „Hann spurði hana hversu gamall strákurinn hennar væri. Hún segir 34 ára og hann spurði hana þá aftur hversu gamall sonur hennar væri. Hann kallar á mig og ég kem upp. Hann spyr mig hvort ég vildi syngja með honum og auðvitað segi ég já,“ segir Arnar.„Stórkostlegt, haltu áfram“ Óhætt er að segja að Arnar hafi þegar hann steig upp á sviðið farið í óvissuferð því að hann kann Bublé-lagalistann utan að, enda stutt síðan hann hélt tvenna Michael Bublé tribute tónleika hér á landi. „Ég spyr hvort ég megi ekki bara syngja uppáhalds lagið mitt með honum og það er Best of me, það er alveg æðislegt lag. Þarna söng ég þetta með Michael Bublé sem er náttúrulega algjör draumur og maður er á einhverju skýi núna,“ segir Arnar. Á myndbandinu má sjá Bublé kynna Arnar til leiks og varar hann áhorfendur við að lagið sé mjög sorglegt, en á sama tíma hrikalega fallegt. Á myndbandinu má einnig heyra salinn fagna þegar Arnar byrjar að syngja. Bublé sjálfur virðist vera mjög ánægður með Arnar. „Stórkostlegt, haltu áfram,“ segir Bublé á einum tímapunkti. Arnar segir að það hafi verið mjög þægilegt að deila sviðinu með Bublé. „Tilfinningin var svolítið súrrelísk en rosalega góð. Það er skrýtið. Maður er búinn að horfa á svo mörg myndbönd með honum, sjá hann spila á tónleikum, manni líður eins og maður þekki hann. Þetta var voðalega þægileg og góð upplifun, ótrúleg upplifun og hrikalega góð tilfinning.“ Skotland Tónlist Tengdar fréttir Jólaútgáfa Carpool Karaoke: Stærstu stjörnur heims taka lagið James Corden og Michael Buble byrjuðu jólarúntinn saman með því að taka lagið Baby Please Come Home og eins og á hverju ári er búið að klippa alla gesti Carpool Karaoke saman að taka lagið. 21. desember 2018 12:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Söngvarinn Arnar Jónsson mun líklega aldrei gleyma kvöldinu í kvöld en þökk sé móður hans söng hann dúett með sjálfum Michael Bublé fyrir framan tuttugu þúsund manns á tónleikum í Glasgow í kvöld. Salurinn ærðist af fögnuði þegar í ljós kom að maðurinn sem var kominn upp á svið með Bublé gat sungið, og rúmlega það.Kanadíski söngvarinn Michael Bublé er einn vinsælasti söngvari samtímans og hefur hann selt meira en 75 milljónir platna og unnið til fjölmargra verðlauna. Arnar sem er líklega best þekktur fyrir að hafa verið í strákasveitinni Luxor og tekið þátt í forkeppni Eurovision hér á landi árið 2017, er gríðarlegur Bublé-maður.„Mamma mín bauð mér á tónleika með Michael Bublé, við erum bæði svo miklir aðdáendur hans,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Móðir hans Carola Ida Köhler, birti myndband af Arnari syngja dúettinn með Bublé sem sjá má hér að neðan. En hvernig atvikaðist það að Arnar endaði upp á sviði með Bublé? „Mamma ákvað, án þess að láta mig vita, að útbúa svona borða sem á stóð: Can my son sing with you? [Innskot blm: Má sonur minn syngja með þér?] Svo þegar hann labbaði að okkur þá stóð hún upp og hljóp í áttina að sviðinu. Svo rétti hún út þennan borða og ég hugsaði með mér: „Nei, guð minn almáttugur, hvað er hún að gera.“ Það sáu þetta allir í höllinni, tuttugu þúsund manns.“Arnar fékk að sjálfsögðu mynd af sér með Bublé.Mynd/Arnar JónssonBublé kláraði lagið sem hann var að syngja og benti svo á Carolu til þess að forvitnast um hver sonur hennar væri. „Hann spurði hana hversu gamall strákurinn hennar væri. Hún segir 34 ára og hann spurði hana þá aftur hversu gamall sonur hennar væri. Hann kallar á mig og ég kem upp. Hann spyr mig hvort ég vildi syngja með honum og auðvitað segi ég já,“ segir Arnar.„Stórkostlegt, haltu áfram“ Óhætt er að segja að Arnar hafi þegar hann steig upp á sviðið farið í óvissuferð því að hann kann Bublé-lagalistann utan að, enda stutt síðan hann hélt tvenna Michael Bublé tribute tónleika hér á landi. „Ég spyr hvort ég megi ekki bara syngja uppáhalds lagið mitt með honum og það er Best of me, það er alveg æðislegt lag. Þarna söng ég þetta með Michael Bublé sem er náttúrulega algjör draumur og maður er á einhverju skýi núna,“ segir Arnar. Á myndbandinu má sjá Bublé kynna Arnar til leiks og varar hann áhorfendur við að lagið sé mjög sorglegt, en á sama tíma hrikalega fallegt. Á myndbandinu má einnig heyra salinn fagna þegar Arnar byrjar að syngja. Bublé sjálfur virðist vera mjög ánægður með Arnar. „Stórkostlegt, haltu áfram,“ segir Bublé á einum tímapunkti. Arnar segir að það hafi verið mjög þægilegt að deila sviðinu með Bublé. „Tilfinningin var svolítið súrrelísk en rosalega góð. Það er skrýtið. Maður er búinn að horfa á svo mörg myndbönd með honum, sjá hann spila á tónleikum, manni líður eins og maður þekki hann. Þetta var voðalega þægileg og góð upplifun, ótrúleg upplifun og hrikalega góð tilfinning.“
Skotland Tónlist Tengdar fréttir Jólaútgáfa Carpool Karaoke: Stærstu stjörnur heims taka lagið James Corden og Michael Buble byrjuðu jólarúntinn saman með því að taka lagið Baby Please Come Home og eins og á hverju ári er búið að klippa alla gesti Carpool Karaoke saman að taka lagið. 21. desember 2018 12:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Jólaútgáfa Carpool Karaoke: Stærstu stjörnur heims taka lagið James Corden og Michael Buble byrjuðu jólarúntinn saman með því að taka lagið Baby Please Come Home og eins og á hverju ári er búið að klippa alla gesti Carpool Karaoke saman að taka lagið. 21. desember 2018 12:30